12.12.2011 | 07:51
Enn um afnám verðtryggingar.
Það er hart sótt að verðtryggingunni og stórar yfirlýsingar gefnar:
- Verðtygging er rót alls ills í okkar hagkerfi,
- Verðtrygging er valdníðsla á lántakendum,
- Verðtrygging er nánast hvergi notuð í hinum siðmenntaða heimi,
- Verðtygginguna burt.
Þegar rikið sest snýst þessi umræða um verðbólgu, ástand sem hefur verið viðvarandi í okkar landi um áratugi. Verðbólga rírir verðgildi krónunnar. Þegar mest gekk á var verðbólgan tugir prósenta á ári. Enginn sem átti krónur gat réttlætt það fyrir sér eða öðrum að lána þessar krónur, mögulega til áratuga, öðruvísi en með verðtryggingu.
Í dag er tími minni verðbólgu á Íslandi, segjum að hún verði 3% eða sú sama og á evrusvæðinu.
- Í dag er því hægt að bera lánakjör okkar saman, við það sem er hjá öðrum,
- Í dag er hægt að afnema verðtryggingu, og það á að ræða í alvöru,
- Í dag er hægt að afnema verðtryggingu, að því gefnu að hagstjórn á Íslandi og stöðugleiki sé að verða eins og í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Lánið er með föstum 6,45% vöxtum í fimm ár. Lánið hentar þeim sem vilja hraðari eignamyndum og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól. Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu en greiðslubyrði er að jafnaði hærri til að byrja með en á verðtryggðum lánum. Lánið er til allt að 40 ára og er lánað fyrir allt að 80% af markaðsvirði eignar. Ef veðhlutfall láns fer yfir 60% af markaðsvirði eignar hækka vextir af þeim hluta lánsins. Lánin eru með föstum vöxtum til fimm ára í senn. Á fimm ára fresti eru vextirnir endurskoðaðir og taka mið af markaðsvöxtum, sem í gildi eru við endurskoðun. Viðskiptavinir geta einnig valið aðra kosti ef þau óverðtryggðu kjör sem þá bjóðast eru óhagstæð.
Þessi kjör eru merkileg fyrir þær sakir að þarna er boðnir fastir vextir í 5 ár. M.v. forsendu okkar um verðbólgu eru raunvextir 3,45%. Í mínum huga speglast hér ný hugsun lánveitandans og mat hans á framtíðinni. Framtíð stöðugleika og lágrar verðbólgu. Eðlilega er spurt, hvað gerist að 5 árum liðnum? Enginn veit stöðuna þá en semja þarf og lántakandi á þá nokkra valkosti.
Fjármögnun íbúðarhúsnæðis er mikið hagsmunamál í öllum löndum. Lántakendur eiga að gera kröfu um fjölbreyttar leiðir og lausnir, bæði á nýjum og eldri lánum. Vonandi svarar markaðurinn því kalli og að fyrrgreint sé hluti af því svari.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög gott innlegg inn í þessa umræðu. Vertryggingin ein og sér ætti að þýða lægri vexti. Hún þýðir meiri tryggingu fyrir lánveitendur eins og banka og lífeyrissjóði. Því mður hefur græðgi og misnotkun á markaðsstöðu leitt til þess að raunvextir fóru upp úr öllu valdi. Það var hvorki íslensku krónunni eða verðtryggingunni að kenna.
Sigurður Þorsteinsson, 13.12.2011 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.