Enn um afnám verðtryggingar.

Það er hart sótt að verðtryggingunni og stórar yfirlýsingar gefnar:

  • Verðtygging er rót alls ills í okkar hagkerfi,
  • Verðtrygging er valdníðsla á lántakendum,
  • Verðtrygging er nánast hvergi notuð í hinum siðmenntaða heimi,
  • Verðtygginguna burt.
Fyrir venjulegt fólk hlýtur þessi umræða að vera flókin og hvað er rétt í þessu öllu. Á sama tíma verða allir að skilja þessa umræðu, þegar sá hinn sami stendur frammi fyrir því að taka verðtryggt lán, á enginn að treysta á aðra.
Þegar rikið sest snýst þessi umræða um verðbólgu,  ástand sem hefur verið viðvarandi í okkar landi um áratugi.  Verðbólga rírir verðgildi krónunnar.  Þegar mest gekk á var verðbólgan tugir prósenta á ári.  Enginn sem átti krónur gat réttlætt það fyrir sér eða öðrum að lána þessar krónur,  mögulega til áratuga, öðruvísi en með verðtryggingu.
Í dag er tími minni verðbólgu á Íslandi, segjum að hún verði 3% eða sú sama og á evrusvæðinu.
  • Í dag er því hægt að bera lánakjör okkar saman, við það sem er hjá öðrum,
  • Í dag er hægt að afnema verðtryggingu, og það á að ræða í alvöru,
  • Í dag er hægt að afnema verðtryggingu, að því gefnu að hagstjórn á Íslandi og stöðugleiki sé að verða eins og í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Í tengslum við afnám ( minnkun ) verðtryggingar eru áhugaverðir hlutir að gerast. Þannig býður Arionbanki eftirfarandi kjör og Íbúðalánsjóður er að skoða svipaðar lausnir. 
„ Lánið er með föstum 6,45% vöxtum í fimm ár. Lánið hentar þeim sem vilja hraðari eignamyndum og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól. Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu en greiðslubyrði er að jafnaði hærri til að byrja með en á verðtryggðum lánum. Lánið er til allt að 40 ára og er lánað fyrir allt að 80% af markaðsvirði eignar. Ef veðhlutfall láns fer yfir 60% af markaðsvirði eignar hækka vextir af þeim hluta lánsins. Lánin eru með föstum vöxtum til fimm ára í senn.    Á fimm ára fresti eru vextirnir endurskoðaðir og taka mið af markaðsvöxtum, sem í gildi eru við endurskoðun. Viðskiptavinir geta einnig valið aðra kosti ef þau óverðtryggðu kjör sem þá bjóðast eru óhagstæð. „

Þessi kjör eru merkileg fyrir þær sakir að þarna er boðnir fastir vextir í 5 ár.  M.v. forsendu okkar um verðbólgu eru raunvextir 3,45%. Í mínum huga speglast hér ný hugsun lánveitandans og mat hans á framtíðinni. Framtíð stöðugleika og lágrar verðbólgu.  Eðlilega er spurt,  hvað gerist að 5 árum liðnum? Enginn veit stöðuna þá en semja þarf og lántakandi á þá nokkra valkosti.

Fjármögnun íbúðarhúsnæðis er mikið hagsmunamál í öllum löndum. Lántakendur eiga að gera kröfu um fjölbreyttar leiðir og lausnir, bæði á nýjum og eldri lánum. Vonandi svarar markaðurinn því kalli og að fyrrgreint sé hluti af því svari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög gott innlegg inn í þessa umræðu. Vertryggingin ein og sér ætti að þýða lægri vexti. Hún þýðir meiri tryggingu fyrir lánveitendur eins og banka og  lífeyrissjóði. Því mður hefur græðgi og misnotkun á markaðsstöðu leitt til þess að raunvextir fóru upp úr öllu valdi. Það var hvorki íslensku krónunni eða verðtryggingunni að kenna.

Sigurður Þorsteinsson, 13.12.2011 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband