10.12.2011 | 09:19
Sjónvarpslausir dagar.
Sjónvarpið þessi ágæti enn miskunnarlausi miðill, stýrir nú sem fyrr, heimilishaldi á mörgum heimilum.
Til þess að ekkert fari nú framhjá þér, eru sjónvarp í tölvunni þinni, símanum, og svo margir skjáir á hverju heimil. Hver og einn á heimilinu situr að sínu, fólk talar ekki saman og unga fólkið sest við tölvuna/sjónvarpið og hverfur inn í heim tækninnar og rafrænna samskipta.
Allt er þetta hluti framþróunarinnar, tæknibyltingarinnar, sem einhverjir hafa búið til fyrir okkar, og stjórnar okkar lífi. Gott og guðhrætt fólk stýrir lífi sínu eftir skilaboðum að ofan Í dag koma skilaboðin í gegnum cyberspace
Auðvitað er þetta allt bull hjá manninum, við höfum val, við getum einfaldlega slökkt á tækinu, talað sem og lesið í bók, sem nú um stundir heitir því fallega nafni unaðslestur. Enn eins og sú staðreynd er staðreynd, að holdið er veikt, er það þrautin þyngri að slökkva á tækninni.
Þegar mál verða svo stór að enginn ræður við þau, þarf eitthvað yfirþjóðlegt vald. Það þurfti nú ekki minna enn ESB til að taka í lurginn á farsímafyrirtækjunum og flugfélögum, minna dugði ekki.
Ég fór alveg upp úr þurru að hugsa um sjónvarpslausa fimmtudaga. Eitthvað sem mín kynslóð þekkti enn yngra fólk aðeins af afspurn. Hvað segið þið um að taka aftur upp sjónvarpslausa fimmtudaga. Ég kann ekki sjálfur að klæða þess hugmynd í þann búning sem dugir. Örugglega missa einhverjir spón út aski sínum og bregst öndverðir við. Ég held að þetta væri góð þjóðfélagsleg tilraun eða endar þetta með því að ég þarf að leita til ESB um hjálp í málinu !!.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Jón, ég horfði ekkert á sjónvarpið í gær, ekki í sjónvarpinu. Hins vegar horfði ég á fréttir í tövlunni.
Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2011 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.