Utanríkisráðherra í Rússlandi.

Okkar röggsami utanríkisráðherra var í Rússlandi nýverið. Ráðherrann og hans lið gerði þar góða ferð, og svo sannarlega skal virða, það sem vel er gert. Ýmislegt þýðingarmikið var þar rætt:

  • Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands og ferðamennska,
  • Galopnað fyrir útflutning á skyri og lambakjöti,
  • Fjarskiptastrengur frá Murmansk til Íslands, með mögulegri tengingu til USA,
  • Samstarf á norðurslóðum var rætt, stórmerkilegt mál, þar sem Rússar munu alltaf spila stórt hlutverk.

Ekki ómerkilegt dagsverk þetta fyrir ráðherrann og hans harðsnúna lið í untaríkisþjónustunni.

Þó margir í blogg - heimum tala,  eins og allt illt komi frá Samfylkingunni, á það ekki við um Össur.  Ráðherrann er húmorist, stundum strákur í sér, og bloggi um nætur enn ég er viss um að honum verður t.d. ekki kennt um slæma útreið Pútin og félaga í nýafstöðnum kosningum. Þeir hafa óstuddir séð um það sjálfir.

Að öllu gamni slepptu hljóta fréttir af þessum kosningum að setja óhug í þá fjölmörgu sem töldu að lýðræði væri að skjóta rótum í Rússlandi.  Það sést ekki aðeins í horn á spillingunni, heldur er hún grímulaus.  Best er þessu lýst, ef rétt er, að hérðasstjórar hafi fengið fyrirmæli frá stjórnvöldum um útkomu kosninganna. Við viljum fá 70% atkvæða takk fyrir.  Sannast þá það sem haft var eftir Stalin, að sá sem telur atkvæðin ráði úrslitunum.

Ég hef skrifstofu í Garðastræti, beint á móti rússneska sendiráðinu. Rússar eru vinir okkar, þeir hafa staðið með okkur á mikilvægum stundum.  Ég ráðlegg hinsvegar engu að leggja bílnum sínum fyrir framan sendiráðið þeirra. Þar eru best vöktuðu bílastæði bæjarins, gæti verið sprengja í bílnum, og hann er fjarlægður með hraði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Jón Atli. Þú bendir réttilega á að Össur á sannarlega sínar góðu hliðar, en sjálfsagt eins og við öll er í honum líka púki með horn og stöng í hendi.

Það eru e.t.v. þessar andstæður í Össuri sem gerir honum erfitt fyrir að vera leiðtogi flokks. Nokkuð sem hann hefur fjallað um í fjölmiðlum sjálfur. Þegar honum tekst best upp getur hann verið frábær. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband