8.12.2011 | 09:12
Ríkisrekstur á Grímsstöðum á fjöllum.
Ráðamenn í Samfylkingunni hafa varpað fram þeirri hugmynd að ríkið kaupi jörðina Grímsstaði á fjöllum og leigi hana síðan hinum kínverksa fjárfesti Nubo.
Ýmis sannfærandi rök eru færð fram fyrir þessu og þau gildustu að ríkið eigi nú þegar 25% í jörðinni.
Skoðum þessa frábæru tillögu betur:
- Ríkið á sem sé að kaupa alla jörðina og leigja Nubo. Ætlar það t.d. að ganga inn í núverandi samning Nubo eða semja að nýju? Það sem var svo merkilegt við samning Nubo var verðið sem hann bauð, en það var lagt yfir því sem áður hefur sést hér í landakaupum,
- Eign ríkisins á landinu og tilurð þessa máls alls, gæfi Nubo samningsstöðu sem allir vildu vera í. Ríkið er einfaldlega á biðilsbuxum gagnvart þessum manni,
- Þær hugmyndir sem Nubo hefur sett fram um nýtingu landsins, ferðamennsku, golfvöll, hótelbyggingu, munu skapa endalausar flækjur í samskiptum landeiganda og leigutaka. Ef þessi maður er klókur, mun hann gera miklar kröfur á ríkið um framkvæmdir, vegagerð, vatn, og járnbrautalest til Egilsstaða til að flytja alla ferðamennina.
Þegar þessar tillögur eru skoðaðar betur eru þær í reynd arfavitlausar:
- Eru þessar hugmyndur um kaup ríkisins, ekki fordæmisgefandi, sem þær reyndar hljóta að vera,
- Eru þarna að takast á grundvallarskoðanir um eign ríksins á landi og fyrirtækjum, í staða, séreignaréttar,
- Er verið að leggja línu í samskiptum stjórnvalda við erlenda fjárfesta. Stefna sem í reynd lýsir algerum glundroða. Nubo skal borinn í gullstóli, en Magma menn ( Alterra Power ) braskarar af verstu gerð og þeim skal bolað út með valdi.
Nubo fékk svar frá íslenskum ráðherra. Svar sem mjög margir eru ánægðir með, hvar í flokki sem þeir standa. Það svar átti að standa, að óbreyttum lögum og reglum. Það sem Nubo, eða talsmenn hans, segjast ætla að gera á Grímsstöðum hljómar ekki sannfærandi. Rímar illa við reynslu okkar af ferðamannaiðnaði. Ferðamenn vilja skoða sig um, skemmta sér, versla, það sama sem við viljum í útlöndum. Það að spila gold upp á heiði, passar ekki alveg, þó einhverjir mögulega vilji það. Einhvernvegin rifjast upp stórhuga hugmyndir um ferðamennsku á Eiðum sem lítið varð úr enn sem komið er.
Við þurfum að skýra betur allar línur varðandi erlendar fjárfestingar. Sú vinna er hafin. Lærdómur umræðunnar og þeirra dæma sem komið hafa upp, er að þetta snýst ekki einvörðungu um krónur og aura. Málið kemur við ýmsar aðrar taugar, landið okkar, þjóðina okkar, hverju viljum við á endanum deila með öðrum.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill nafni.
Jón Baldur Lorange, 8.12.2011 kl. 20:06
Sæll og takk fyrir síðast. Skemmtileg samvera og góður fundur. Að ég nefni Samfylkinguna er ég í reynd að ráðast inn á sérsvið ykkar Sigga. Þar sem ég hef verið einlægur áhugamaður um auknar fjárfestingar, gat ég ekki stillt mig. Þær geta verið á vegum útlendinga enn ég vil líka sjá okkar fólk fjárfesta. Það vantar meira framtak og kraft í þetta alltsaman.
Jón Atli Kristjánsson, 8.12.2011 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.