7.12.2011 | 08:25
Beinar kosningar um einstök mál.
Tíðari kosningar en á fjögurra ára fresti, hafa lengi verið valkostur. Stjórnmála- menn og flokkar hafa hinsvegar í reynd haft lítinn áhuga fyrir þessu úrræði.
Við munum eftir Flugvallarkosningunni í Reykjavík. Ýmsir hafa orðið til að segja að vegna eðli máls hefði sú kosning átt að vera þjóðaratkvæðagreiðsla. Strax í þeirri kosningu komu fram veikleikar þessa fyrirkomulags.
Í kosningu meðal Reykvíkinga um flugvallarmálið árið 2001 var þátttaka aðeins 37%. Þar af vildu 49% flugvöllinn á brott en 48% að hann yrði áfram í Vatnsmýrinni. Þannig byggja borgaryfirvöld í Reykjavík áætlanir um flutning Reykjavíkurflugvallar á atkvæðum innan við 19% kosningabærra Reykvíkinga. Sjálfstæðismenn í borginni hvöttu til þess að kjósendur hundsuðu kosningarnar. Var á það bent að niðurstaðan gæti ekki tekið gildi fyrr enn 2016.
Tvennar kosningar voru um Icesave. Spurningin á kjörseðli var um það hvort kjósandi samþykkti eða synjaði sett lög Alþingis. Lögunum var synjað í báðum tilfellum. Strax eftir seinni kosningarnar komu fram ýmsar úgáfur af því hvaða skilning kjósendur og greiningaraðilar höfðu lagt í útkomuna. Taka má sem dæmi:
- Synjun þýddi fyrir marga að þeir vildu ekki borga neitt. Ekki að greiða neinar skuldir fyrir óreiðumenn,
- Að senda boltann, nei, í hendur ríkisstjórnar sem vildi semja, virtist fyllilega órökrétt,
- Hvernig átti að meðhöndla möguleg málferli og útkomu þeirra.
Rifjum aðeins upp hvað stendur í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2010 með síðari breytingum:
1.gr. Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi.
3. gr. Í þingsályktun skv. 1. mgr. 1. gr. skal, að fenginni umsögn landskjörstjórnar, kveðið á um orðalag og framsetningu þeirrar spurningar sem lögð er fyrir kjósendur.
Á kjörseðli skal skýrt koma fram spurning um hvort kjósandi samþykki þá tillögu sem borin er upp og gefnir tveir möguleikar á svari: Já" eða Nei".
Alþingi getur ákveðið að spurningar og svarkostir á kjörseðli í atkvæðagreiðslu skv. 1. mgr. 1. gr. séu fleiri eða orðaðir með öðrum hætti.
Innanríkisráðherra setur nánari reglur um útlit og frágang kjörseðla.
Er það mögulega flóknara enn ætla mætti að semja spurningar, sem svara má með já eða nei, sérstaklega þegar um flóknari mál er að ræða ?
Það var ekkert flókið að semja spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðsunni 1944, um það hvort við ættum að vera sjálfstæð þjóð. Aldrei hvorki fyrr eða síðar hefur verið önnur eins kosningaþátttaka á Íslandi, eins og í þeim kosningum.
Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum og íbúakosningum í sveitarfélögum. Til að þessi tæki verði raunverulegt stjórntæki þarf að:
- Endurskipuleggja kosningaframkvæmdina m.t.t til nýrrar tækni og kostnaðar,
- Vanda til vals á verkefnum að kjósa um, gerð spurninga, og að niðurstaðan sýni raunverulegan og ótvíræðan vilja kjósenda.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.