Heilsutengd - ferðamennska.

Bætt lífsskilyrði hafa gert það að verkum að við lifum lengur. Þetta er þróunin ekki aðeins á Íslandi heldur í heiminum. Stækkandi hópur eldra fólks hefur beint sjónum að þessum hópi, þörfum hans og væntingum til betra lífs. Ferðaiðnaðurinn hefur séð sér hér tækifæri og við á Íslandi höfum örugglega hér margt að bjóða.
Meðalævilengd Íslendinga hefur aukist úr um 73 árum í 81,5 ár á hálfri öld og mun að mati Hagstofunnar aukast í 86 ár næstu hálfa öldina. Er þá miðað við svonefnda ólifaða meðalævi við fæðingu. Athygli vekur að bilið milli karla og kvenna hefur verið að minnka.  
Fyrir hálfri öld voru 2 Íslendingar á lífi sem náð höfðu hundrað ára aldri, fyrir aldarfjórðungi voru þeir 22 og nú eru þeir 43. Búast má við að sú tala eigi eftir að hækka mikið á næstu árum og áratugum.
Þeir sem nú ná 70 ára aldri geta vænst þess að verða 85,4 ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar, 80 ára verða 88,7 ára og búast má við að 90 ára gamalt fólk verði 94 ára (meðaltal áranna 2006-2009).  Í öllum tilvikum eru horfur kvennanna betri en karlanna.
Rannsóknir hafa sýnt að ævilengd er háð tveim þáttum, erfðum og lífsstíl. Af þessu tvennu er þáttur erfða sagður 20-30%, afgangurinn er háður þáttum sem við getum haft áhrif á með líferni okkar.
Margar þjóðir eru að byggja upp það sem kallað er heilsutengd ferðamennska. Í Evrópu eru heilsuhæli aldagömul og mikið notuð starfsemi. Sum þessara hæla eru sannkölluð lúxus hótel. Hér á landi er Bláa lónið fyrirtæki í þessum geira og benda má á mörg önnur. 
Markaður fyrir þessa þjónustu er stór og byggir á því að sá hópur fer stækkandi sem lifir lengur og hefur ráð á því að kaupa sér allt sem í boði er til vellíðunar og lengra lífs. Það er því einsýnt að við íslendingar eigum að taka þá möguleika sem við höfum föstum tökum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Böðin okkar og sundlaugarnar eru mjög áhugaverð í þessu sambandi. Er alveg sannfærður um að hér eigum við mikil tækifæri. Niðurskurður til Reykjalunds og Heilsuhælisins í Hveragerði er tímaskekkja. Við eigum að stórefla þessa starfsemi bæði fyrir innlendan markað og ennig til þess að fá til okkar erlenda ferðamenn.

Sigurður Þorsteinsson, 6.12.2011 kl. 06:11

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þetta innlegg Sigurður. Hárrétt ábending og ég veit að þú veist hvað þú ert að tala um. Þessi tækifæri eru þarna enn það virðist taka sinn tíma fyrir okkur að ná þarna árangri. Þó sanna dæmin að þetta er hægt. Líklega eru sundlaugarnar okkar vanmetin þáttur í áhuga og vellíðan þeirra ferðamanna sem hingað koma. Ég óska öllum velfarnaðar sem eru að vinna á þessu sviði.

Jón Atli Kristjánsson, 6.12.2011 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband