Aflandskrónur og fjárfestingar.

Umræðan um aflandskrónur er ekki einföld og bætist í flóru umræðu um okkar ágæta galdmiðil.  Nú eru þannig í gangi:

  • Venjulegar krónur, sem við notum í okkar daglega lífi,
  • Verðtryggðar krónur, stundum kallar raunkrónur, því þær eiga að halda stöðugu verðgildi,
  • Aflandskrónur, sem lúta reglum tengdum gjaldeyris höftunum,
  • Þessu til viðbótar er erlendur gjaldeyrir, en vaxandi þáttur í öllum viðskiptum er að nota erlendan gjaldeyri ( Evrur, USA dollar ) sem viðmið í stað krónu. Þannig er mikið af tilboðum gerð í erlendri mynt, leiga á hótelherbergjum og svo má áfram telja.
Enn veltum fyrir okkur aflandskrónum. Áætlað er að samtals aflandskrónur, séu um 400 milljarðar. Þessar krónur eru flokkaðar sem:
  • Aflandskrónur sem urðu til fyrir 2008,
  • Aflandskrónur er urðu til eftir 2008 og eru krónur sem skipt var úr erlendum gjaldeyri í krónur á aflandsgengi, sem hefur verið umtalsvert annað ( hærra ) enn skráð gengi Seðlabankans. Þessar aflandskrónur eru í kerfinu sérstaklega „ vondar „ brask -krónur.

Þegar gjaldeyrishöft voru sett á voru stjórnvöld að óttast og fyrirbyggja að þessum krónu, í mörgum tilfellum í eigu útlendinga, væri skipt í erlendan gjaldeyri. Afleiðing þess hefði væntanlega verið, mikil lækkun gengis krónunnar og varasjóðir í erlendri mynt hefðu þurrkast upp.

Í dag ríkir meira jafnvægi og lag að létta á hömlum. Seðlabankinn hefur kynnt nýjar reglur um aflandskrónur, þar sem eigandi þeirra getur notað þessar krónur 50% í ákveðnar takmarkaðar fjáfestingar ( t.d. fasteignir ) ef þeir komi með erlendan gjaldeyri fyrir hinum 50%  prósentunum.  Þeir sem taka þessu fá 13% innbyggðan afslátt í skiptigengi.

Ég verð að játa það að ég skil ekki þá stefnu Seðlabankans að leyfa einfaldlega ekki hindrunarlausa notkun og flutning aflandskróna til landsins. Hætta þeim flækjum og skrifræði sem einkennir þetta núna. Sé ekki hvað hætta getur verið þessu samfara.  Talsvert af þessum krónum er í höndum fólks, sem er tilbúið að nota þetta fé til fjárfestinga.  Eitt er hinsvegar alveg klárt að eigendur þessa fjár eru ekki að fá neina ávöxtun á fé sitt.

Ég skal hinsvegar játa að þar sem maður hefur rekið nefið í þessar krónur,  eru eigendur þeirra nokkuð sérstakur „ þjóðflokkur „ og ekki auðvelt að átta sig á þessum hóp og hans hagsmunum.  Það að það séu ekki fjárfestingatækifæri fyrir þessar krónur hér kaupi ég ekki, hef marga kosti fyrir áhugasama. Mín tillaga er sem sé sú að einfalda þetta mál og leyfa óhindraða notkun á þessu krónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband