Framtakssjóður - framtak til góðs.

Framtakssjóður h.f. var stofnaður lífeyrissjóðunum, eftir mikla pressu á þeim, að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi eftir hrun. Markmið hans eru m.a:

  • Fjárfest er í starfandi fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll
  • Lágmarksfjárfesting er 200 milljónir kr. Hámark í einstakri fjárfestingu er um 15% af hlutafjárloforðum hluthafa sjóðsins
  • Hámark í einni atvinnugrein er 30% af hlutafjárloforðum hluthafa sjóðsins
  • Fjárfesting er að jafnaði á bilinu 20-55% af hlutafé viðkomandi félags
  • Stefnt er að skráningu félaga á hlutabréfamarkaði. Áætlað er að 90% af eignum sjóðsins verð skráð inn 3ja ára.
  • Stefnt er að sölu félaga eigi síðar en 4-7 árum eftir einstaka fjárfestingu.

Inn í Framtakssjóð settu sjóðirnir 55 milljarða króna, heimild er til að auka hlutaféð í 90 milljarða.  Það var öllum ljóst frá upphafi að lífeyrisstjóðirnir yrðu að fara varlega í fjárfestingum sínum. Ekki síst vegna mikilla tapa í hruninu.  Til þeirra var hinsvegar litið sem sterkra aðila í endurreisn atvinnulífs í landinu.

Gengisfelling krónunnar 2009, setti fjölda heimila og fyrirtækja á hausinn. Tiltölulega góð fyrirtæki urðu á einni nóttu tæknilega gjaldþrota. Bankar og fjármálastofnanir sátu uppi með þennan vanda og það sem vantaði í öllum hornum var nýtt fé m.a. til að endurreisa þessi fyrirtæki.  Það var því ekki að undra að litið væri til lífeyrissjóðanna.

Hluti af greiningu vandans á þessum tíma var sá, að þrátt fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki, sem væru alls góðs makleg, væri fljótvirkasta leiðin til að koma okkar atvinnulífi í gang og fjölga störfum, að byggja upp starfandi fyrirtæki.  Það var einnig ljóst að bankarnir voru með á hendi risavaxið verkefni, að endurreisa allflest fyrirtæki í viðskiptum við þá.

Það verður að vega og meta starfsemi Framtakssjóðsins í þessu ljósi. Sjóðurinn sá hlutverk fyrir sig í þessu endurreisnarstarfi í samvinnu við bankana, eins segir hér að ofan.  Hann kæmi inn með fjármagn og eignarhald til skamms tíma og seldi sig síðar út þegar aðstæður væru betri.

Þetta hlutverk sem Framkvæmasjóður tók að sér var ekki líklegt til vinsælda, frekar enn starf bankanna á þessu sviði.  Þarna voru á ferð mjög viðkvæm mál, miklir hagsmunir og mikið af umdeilanlegum leiðum að velja.

Fjáfesting sjóðsins á sínum tíma í Flugleiðum vakti athygli og deilur en hefur skilað góðum árangri.  Sýndi að ráðmönnum sjóðsins var fyllilega treystandi. Það þarf að virða það sem vel er gert.  Stopp lífeyrissjóðanna á erlendum fjárfestingum, sem hefur verið hluti  af áhættudreifingu þeirra, ýtir þeim á innlenda markaðinn.  Það bera að óska þessum fjársterku sjóðum alls hins besta í fjárfestingum sínum, þörfin er brýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband