29.11.2011 | 08:14
Duglegt fólk leitar sér að vinnu hvar sem hana er að fá.
Það er alveg ljóst að talsverður hópur fólks hefur leitað sér vinnu erlendis. Í hugum margra er þetta spurning um gleði eða sorg:
- Fjölskyldur sundrast,
- Þeir sem fara eru almennt duglega fólkið og vel menntað. Sérstaklega það sem hefur alþjóðlega menntun
- Kemur þetta fólk aftur er spurningin og óttinn.
Hin hlið málsins er:
- Þetta fólk situr ekki atvinnulaust, þyggur bætur, og mælir göturnar,
- Það margt hvert sendir peninga til Íslands,
- Það sem er í Noregi, lýsir því yfir að kaupmáttur á Íslandi þyrfti að tvöfaldast til að álitlegt sé að koma heim,
- Þetta fólk er að nýta möguleika sína, sameiginlegan vinnumarkað, betri lífskjör,
- Dvöl erlendis í skóla eða vinnu er ómetanleg fyrir þá sem hennar hafa notið.
Sveltur sitjandi kráka enn fljúgandi fær. Við megum ekki letja nokkurn þess að leita betri tækifæra, eða tala illa um þá sem velta fyrir sér flutningi. Það eina sem leggja verður áherslu á er að allir skoði málin vandlega og skipuleggi sín mál. Sem dæmi má nefna að til Noregs sækja ekki aðeins íslendingar, innstreymi fólks þangað er út ýmsum áttum og mikið af svíum flytur þangað.
Þeir sem flytja una ekki allir á hinum nýja stað, fólk getur verið óheppið, eða hefur ekki þá aðlögun sem þarf. Enginn á að taka það sem allsherjar ósigur, ef gamla landið togar og fólk flytur aftur heim.
Ísland verður að vera samkeppnisfært á hinum opna atvinnumarkaði Evrópu og heimsins. Okkur liggur á að skapa hér tækifæri fyrir okkar fólk, í bráð og lengd. Þar miðar alltof hægt, gamla sundurlyndisvofan er þar dragbítur eins og oft áður.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldur þú Jón að ríkisstjórnin hafi hrakið þetta fólk úr landi til þess að styrkja þetta fólk?
Sigurður Þorsteinsson, 29.11.2011 kl. 11:41
Sæll Sigurður. Ég geri kaupmátt og lífskjör að umræðuefni og umsögn þess fólks er flutt hefur til Noregs, er nokkuð á einn veg, þó aðrar raddir heyrist líka. Noregur er ríkt land og samanburður því ekki alveg sanngjarn. Ég hef óbilandi trú á framtakssemi og dugnaði okkar íslendinga, verkefnið er að leysa þennan kraft úr læðingi. Þar erum við sannarlega ekki á réttri leið !!
Jón Atli Kristjánsson, 29.11.2011 kl. 13:09
Fólk allstaðar úr heiminum leitar sé að vinnu hvar sem er. Þeir einu sem hafa fasta vinnu heima við eru pólitíkusar og flestir ríkisstarfsmenn í ráðuneytum og ýmsum þjónustustörfum..
Valdimar Samúelsson, 29.11.2011 kl. 21:39
Já, Valdimar, og margur ríkisstarfsmaðurinn er nú ekki of sæll af sínum launum.
Jón Atli Kristjánsson, 30.11.2011 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.