Sókn allra þjóða eftir hagvexti.

Á tuttugustu öld, 1901- 2000,  var hagvöxtur eða meðalvöxtur landsframleiðslu Íslands á raunvirði rétt tæp 4% á ári. Auðvitað sveiflaðist þetta milli ára, en að meðaltali góður árangur.
Á fyrsta áratug nýrrar aldar höfum við einnig séð miklar sveiflur, þannig var hagvöxtur 2004 og 2005,  7% hvort ár fyrir sig.  Of mikill hagvöxtur getur nefnilega valdið vandræðum í hagstjórn, verðbólgu, ef hann er umfram framleiðslugetu hagkerfisins, eða ekki er til staðar slaki í hagkerfinu.
Spá Seðlabankans um hagvöxt á þessu ári 2011 er 2,8%
Við útreikning þjóðar- eða landsframleiðslu eru mörg álitamál og niðurstaðan er ekki einhlítur mælikvarði á það hve vel efnahagslíf þjóðar eða lands gengur. Til dæmis ekki tekið tillit til vöru og þjónustu sem ekki er seld á markaði, tekjuskipting er ekki skoðuð og ekki er athugað hvort efnahagslífið leggur óhóflegar byrðar á umhverfið.
Hvað sem þessum vandkvæðum líður er stöðugt ákall um hagvöxt og ástæðan er:
  • Hagvöxtur þýðir að kakan stækkar, það er meira til skipta,
  • Hagvöxtur þýðir að með því að meira er til, er hægt að skipta stærri köku, en annars þarf að taka af einhverjum ef það á að láta annan fá,
  • Hagvöxtur er draumur stjórnmálamanna, ef meira er til, er meira að gefa. Hagvöxtur hljómar vel í þeirra munni, hvar í heiminum sem þeir eru,
  • Hagvöxtur er spurning um velmegun og er oft notaður sem velmegunarmælikvarði.
Margir málsmetandi hagfræðingar hafa bent á hvað þessi mælikvarði er brothættur og þurfi að taka margt fleira inn í myndina til að hann segi þá sögu sem látið er í veðri vaka.
Leiðtogar flestra þjóða tala um hagvöxt sem sitt megin markmið. Einatt fylgir með að þessi hagvöxtur verði að byggja á aukinni verðmætasköpun og útflutningi. Hvert eiga þessar vörur og þjónusta nákvæmlega að fara í núverandi samdrætti Vestursins?  Það þarf að finna kaupmátt einhversstaðar. Er mótorinn sem vantar mögulega í Asíu eða Kína?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Afar skýr útskýring. Það hættulega er þegar stjórnmálamenn stefna ekki að hagvexti, þá eru þeir að fara gegn fólkinu.

Sigurður Þorsteinsson, 28.11.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband