24.11.2011 | 07:38
Eru stjórnmál hættuleg atvinnugrein.
Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flutti Geir Haarde f.v. formaður skörulega ræðu. Hann fór m.a. yfir málaferði á hendur sér í Landsdómi. Það var allra manna mál á fundinum að þessi pólitísku málaferli á hendur Geir, væru skammarleg og öllum þeim sem að þeirri ákvörðun stóðu til minnkunar. Formaður flokksins Bjarni Benediktsson kom einnig inn á þetta mál í setningarræðu sinni. Allir sem þekkja Geir sáu að þetta mál hefur tekið mikið á hann, svo og þau veikindi sem urðu til þess að hann hætti í stjórnmálum.
Í þessu sambandi rifjast upp veikindi Ingibjargar Sólrúnar, Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og fleiri stjórnmálamenn má telja upp. Er það mögulegt að álagið á stjórmálamenn sé að vera þannig að heilsa þeirra, eða viðnámsþróttur dalar, álagið sé að verða ómannlegt.
Það er vel þekkt að álag og áreiti á stjórnmálamenn er endalaust. Það er ætlast til að þeir séu ínáanlegir allan sólahringinn, tæknin gerir það að verkum að hvergi er friður. Fyrir utan heimafólk eru erlendir fjölmiðlar einnig aðgangsharðir og allra leiða leitað til að ná í þetta fólk.
Krafa um sparnað gerir það einnig að verkum að ekki er auðvelt um vik að bæta við aðstoðarfólki, sem þó væri ekki vanþörf á. Þó ég geri stjórnmálamenn hér að umtalsefni, á þetta í mörgum tilfellum við fólk í atvinnulífinu og stjórnsýslunni.
Lífsgæði er hugtak og réttur sem allir eiga að stefna að. Ef við gerum þannig kröfur til okkar forystumanna, að þeir eigi ekkert einka- eða fjölskyldulíf erum við örugglega ekki á réttri braut. Við munum þá ekki fá fólk á besta" aldri til að sinna ábyrgðarstöðum og þeir sem taka að sér slíkar stöður brenna fljótt upp.
Í þessu sambandi rifjast upp veikindi Ingibjargar Sólrúnar, Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og fleiri stjórnmálamenn má telja upp. Er það mögulegt að álagið á stjórmálamenn sé að vera þannig að heilsa þeirra, eða viðnámsþróttur dalar, álagið sé að verða ómannlegt.
Það er vel þekkt að álag og áreiti á stjórnmálamenn er endalaust. Það er ætlast til að þeir séu ínáanlegir allan sólahringinn, tæknin gerir það að verkum að hvergi er friður. Fyrir utan heimafólk eru erlendir fjölmiðlar einnig aðgangsharðir og allra leiða leitað til að ná í þetta fólk.
Krafa um sparnað gerir það einnig að verkum að ekki er auðvelt um vik að bæta við aðstoðarfólki, sem þó væri ekki vanþörf á. Þó ég geri stjórnmálamenn hér að umtalsefni, á þetta í mörgum tilfellum við fólk í atvinnulífinu og stjórnsýslunni.
Lífsgæði er hugtak og réttur sem allir eiga að stefna að. Ef við gerum þannig kröfur til okkar forystumanna, að þeir eigi ekkert einka- eða fjölskyldulíf erum við örugglega ekki á réttri braut. Við munum þá ekki fá fólk á besta" aldri til að sinna ábyrgðarstöðum og þeir sem taka að sér slíkar stöður brenna fljótt upp.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón þetta er mjög áhugaverður þáttur. Margir stjórnmálamenn segja að viðhorfið í þjóðfélaginu sé að stjórnmálamönnum sé ekki treystandi og í sumum tilfellum að þeir séu álitnir glæpamenn.
Það má segja að Alþingismenn hafi ýtt undir þau viðhorf sem ríkja, með því að láta sakfella Geir Haarde einan. Ef nota átti Landsdóm hefði þjóðin sætt sig við að a.m.k. 4 hefðu verið dregnir fyrir dóminn, jafnvel fleiri, en aldrei einn.
Við eigum að gera kröfur, en við eigum líka að virða það að stjórnmálamenn verða að fá að vera manneskjur.
Sigurður Þorsteinsson, 24.11.2011 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.