Í framhaldi að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Góðir bloggarar og skríbentar hafa sagt allt það gáfulegast sem sagt verður um fundinn, þannig að hvað er eftir fyrir mig?
Það var mikill kraftur í þessum fundi og mjög ánægjulegt að sjá og heyra að ungt fólk hafði sig mjög í frammi í umræðum og vinnu málefnanefnda. Úr hópi unga fólksins náðu góðir einstaklingar kjöri í Miðstjórn, þannig að rödd þessa hóps mun heyrast á þeim vettvangi.   Allt að mínu áliti góðar fréttir og nauðsynlegar fyrir flokkinn.
Fundurinn ályktaði einnig um ýmis mál, stefnumörkun, bæði varðandi dægurmál og framtíðina. Í þetta starf var lögð mikil vinna og því mikilvægt að áfram verði unnið með margt sem þarna var gert.
Það hefur lengi verið veikleiki í flokknum, hver tengsl tillagan Landsfundar skuli vera við flokksstarfið. Þessi stefnumörkun æðsta valds flokksins, á ekki að rykfalla í skúffum, heldur að vera lifandi gang er fari í markaðan farverg í flokksapparatinu. Farveg til almennrar kynningar og frekari umræðu út í flokksfélögunum og í stjórnunarapparati flokksins. Valhöll ætti að vera mótorinn í þessu starfi.
Þær róttæki breytingar sem gerðar voru á öllu skipulagi flokksins, ættu einnig að styðja það að gera Landsfundar ályktanir lifandi og virkar.  Það eitt að gera nýjar skipulagsreglur virkar, kallar á mikla vinnu.  Afgreiðsla Landsfundar í þeim efnum var ekki endir heldur byrjun. Til að taka eitt atriði, þarf að ræða og skipuleggja innheimtu félagsgjalda, sem er í ólestri í fjölmörgum félögum.
Ég hef verið á mörgum Landsfundum. Það er alltaf jafn gaman að hitta félagana og vera samvistum við hið góða fólk í Sjálfstæðisflokknum.  Vera flokksins í stjórnaraðstöðu er að breyta flokknum.  Hann þarf í dag að vera og hugsa eins og stjórnmálaflokkur - fljöldahreyfing. Ekki eins og hluti af establismentinu, eins og hann hafði verið um langt árabil. Þessi nýja staða hefur þjappað flokknum saman, hann hefur þurft að gera upp ýmis mál, horfa innávið, og spyrja spurninga eins og hvað er það sem límir þennan flokk saman.  Mikilvæg skref á þessari vegferð voru stigin á Landsfundinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband