Auðvitað greiðir enginn mútur á Íslandi.

Þó nú væri fussum svei.

„ Liðlega þriðjungur starfsmanna stórfyrirtækja í Evrópu, allt frá verkamanni við færibandið að mönnum í áhrifastöðu, telur að forráðamenn þeirra séu reiðubúnir að greiða mútufé, gefa stórgjafir eða bjóða hlunnindi, munað og skemmtanir, til að tryggja þeim viðskipti. Langvinnt samdráttarskeið, jafnvel viðskiptakreppa á sumum sviðum, og á sumum svæðum, valdi því að menn telji ekki allskostar nauðsynlegt að fylgja lögum og reglum út í ystu æsar þegar fyrirtæki þeirra eigi í vanda, rambi jafnvel á barmi gjaldþrots. Þetta er niðurstaða Evrópsku fjársvikakönnunarinnar, European Fraud Survey, fyrir 2011. Hún var unnin af álits-og ráðgjafarþjónustunni Ernst and Young. 2.365 manns í 25 löndum tóku þátt í henni. „

Grikkir og rússar eru sagðir vera engir englar í þessum málum.

Þessi umræða skýtur upp kollinum öðru hverju. Ósköp eðlilegt mál, sem hluti af uppgjöri við fyrri tíma og aukinni umræðu um siðferði. 

Að taka við mútum er hættuleg iðja og ólögleg. Hættuleg í þeim skilningi að í þessu sambandi tveggja aðila er það oftast svo að annar aðilinn tekur meiri áhættu enn hinn.


Miklu líklegra er að „ vandi dagsins" felist því að verðlag í landinu er orðið alltof hátt m.v. kaupgetu fólks.   Ríkið tekur sem dæmi 90% af seldri vodkaflösku sem kostar um 7.000 krónur. Skattmann er orðinn of gráðugur. Staða sem kallar á viðbrögð þolandans.  Búast má við að viðbrögðin felist m.a. í svartri atvinnustarfsemi og öðru sem sumir líta á sem  " sjálfsbjargarviðleytni "

Reynsla annarra er þó sú að á samdráttartímum aukast mútugreiðslur, allir vilja reyna að bjarga sér. Þó erfitt sé að horfast í augu við sannleikann, verður að áætla að staða okkar sé ekki öðruvísi enn annarra.  Ég minnist þess að vitur maður hélt því fram að kúlulán væru mútur. Sé litið svo á voru mútur stórt vandamál í gömlu bönkunum um árabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið ættuð þá kannzki að lækka þessa skatta því við getum ekkert borgað þá þess vegna vinnur fólk til dæmis svart og selur á svörtum markaði við vinnum ykkur sem farið að lögum vegna þess þið eruð ósangjörn í ykkar málum þið eruð vandinn okkar en ekki við ykkar farið að hugsa

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll Ragnar. Ég er alveg sammála þér um það að skattar eru orðnir of háir. Þá þarf að lækka sem fyrst. Þeir eru farnir að draga út framtaki og vilja til að vinna og bjarga sér. Ég er hinsvegar hræddur um að ég hafi hér engin áhrif. Bestu kveðjur til Akureyrar.

Jón Atli Kristjánsson, 25.11.2011 kl. 22:51

3 identicon

vil samt taka framm að ég stið ekki svarta starfsemi þó ég kannzki sé ekki á móti henni enda frekar margir sem hafa ekki mentun en hafa samt þekkingu frá þeim tíma sem fólk var ekki krafið um mentun en vonandi fer nú ástandið að skána við skulum allavega vona það

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 03:09

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei, nei, engar mútur. Heldur þú Jón að það séu ekki til siðblindir stjórnmálamenn í öllum flokkum á Íslandi?

Sigurður Þorsteinsson, 27.11.2011 kl. 22:15

5 identicon

þannig hlutir komast upp erfiðara er ef það er í fjölskildu og enginn gerir neitt ég hef tekið við mótri en sagði frá og viðkomandi var rekinn úr stjórn hjá minnin reglu

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband