16.11.2011 | 08:33
ESB - umræða í minni hnotskurn.
- Grundvöllur friðsamlegrar samvinnu og skapar leiðir til að ræða og leysa úr ágreiningsmálum þjóðanna. NATO samstarfið kemur hér inn í myndina,
- Stór, 500 milljón manna, innri markaður, með kostum fríverslunar,
- Samræmt regluverk og lagaumhverfi,
- Samvinna á sviði nýsköpunar og tækni,
- Sameiginlegur vinnumarkaður.
ESB, hefur svo fleiri hliðar eins og við vitum. Af þeim má nefna:
- Pólitískt samstarf,
- Sameiginlega mynt, evruna,
Varðandi þessi tvö atriði í stefnu ESB, er bandalagði að brjóta nýtt land. Leiðangur sem kann að taka áratugi og útkoman algerlega óviss. Er slíkt ríkjasamstarf, einhverstaðar annarsstaðar í deiglunni?
Ekki fer á milli mála að við erum Evrópuþjóð. Fjölmargt tengir okkar við þetta bandalag. Við njótum í dag alls þess besta í þessu samstarfi og viljum standa við okkar hluta EES samningsins.
Er þannig hægt, með sanni, að segja að allir þeir sem ekki hoppa hæð sína af áhuga yfir beinni aðild, séu afturhaldsseggir og íhaldskurfar ! Ég held ekki.
ESB umræðan hefur hinsvegar knúið okkur til hugsa og skilgreina okkar hagsmuni í síbreytilegum heimi. Þessi umræða hefur verið okkur til mikils góðs og hana má ekki vanmeta eða smækka með ljótum orðum og öfgum. Hún má heldur ekki verða heimóttarleg eða byggð á ótta við allt sem erlent er.
Við verðum að vinna með styrkleika okkar, sem eru margir. Eins og er liggur leið okkar ekki til Brussel
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissi ekki að þetta fengist í lausasölu.
En kannski er ESB að breytast í eins konar bílapartasölu.
"Já góðann daginn, gæti ég fengið annað lærið af hinum innri markaði sem aldrei virkaði á meðan hann var fastur framan á húddinu? Og hvernig er með restina af friðnum? Liggið þið nokkuð inni með EMS hrunið frá 1992 á lager og 30 ára samfellda atvinnuleysið"
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2011 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.