Hvar mega erlendir fjárfestar fjárfesta ?

Allir tala einum rómi um það að auknar erlendar fjárfestingar er það sem við þurfum á að halda. Hagvöxtur og minnkað atvinnuleysi hanga á þessari spítu. Kannanir sýna að bæði einstaklingar og fyrirtæki eru mjög meðmælt erlendri fjárfestingu.
Samt er það svo að fjöldi beinna og óbeinna hindrana er lagður í götu slíkra fjárfestinga. Tek hér eitt dæmi af handahófi. Það er heimilt að nota aflandskrónur til fjáfestinga í fasteignum. Fjárfesting sem gæti komið mörgum vel. Gjaldeyrishöft setja þessu máli, þannig höft að óskiljanlegt er.
„ OECD segir í nýlegu áliti hömlur á fjárfestingum verulegar hér á landi og meiri en í mjög lokuðum löndum á borð við Sádí Arabíu og Tyrklandi
Hvergi meðal vestrænna ríkja er meiri áhætta því samfara en að fjárfesta á Íslandi samkvæmt nýlegu erlendu áhættumati. Þar segir að áhættan við fjárfestingar hérlendis séu af ýmsum toga; pólitísk afskipti, verkföll, óeirðir og mögulegt greiðsluþrot íslenska ríkisins.
Er þetta niðurstaða tryggingfélagsins Aon sem tekur reglulega saman lista ætlaðan fjárfestum heimsins um áhættu sem því fylgir að festa peninga sína í hinum og þessum löndum heims. Lendir Ísland í flokki með löndum á borð við Albaníu og Egyptalandi á þeim lista.
Ekki nóg með að áhætta við járfestingar þyki fram úr hófi heldur eru hömlur óvíða meiri á erlendum fjárfestingum en á Íslandi samkvæmt mati Efnahags- og samvinnustofnunarinnar, OECD, en þar er Ísland sagt hafa meiri hömlur á fjárfestingum en þjóðir á borð við Tyrkland og Sádí Arabía."
Það mætti halda að Ragnar Reykhás, ráði þessum málaflokki á Íslandi.
Ég hef reyndar í fyrri skrifum mínum varað við oftrú á „ gæsku „ erlendra fjárfesta og talað fyrir því að íslenskir athafnamenn fjárfestu, eða væru samverkamenn erlendra fjárfesta.  Við eigum peninga til að gera þetta og ýmis dæmi sem ég þekki í þessum efnum hafa tekist vel. Reyndar skil ég ekki erlenda fjárfesta sem ekki vinna með þetta módel.
Ég tel að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins eigi að álykta sterklega um þessi mál og móta skýra stefnum um það hvað flokkurinn vill gera.  Ég tel að núverandi ráðmönnum þjóðarinnar megi vera það alveg ljóst að aldrei verður vit í þeirri pólitík, sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur ekki að.  Til þess eru áhrif flokksins í atvinnulífinu alltof mikil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu þá hlynntur því að sá kínverski fái að kaupa jörðina á Grímstöðum...???

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 14:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reyndar er það svo, Jón Atli, að safn Íslendinga af beinum erlendum fjárfestignum hér á landi er mun stærra en til dæmis safn Danmerkur af beinum erlendum fjárfestingum þar í landi. Eða sem nemur 75 prósent af landsframleiðslu á móti 50 prósent.

Þau lönd sem eru með mun minna safn af virkum beinum erlendum fjárfestinum í landi sínu eru m.a. þessi: Finnland, Danmörk, Slóvakía, Írland, Tékkland, Portúgal, Spánn, Pólland og mörg fleiri. Finnland og Frakkland eru aðeins með um helming beinar erlendar fjárfestingar á við Ísland. 

Það sem er í gangi af beinum erlendum fjárfestingum hér á landi er mikið, miðað við stærð hagkerfisins. Við ættum því hvorki að örvænta né hefja brunaútsölu að neinu leyti.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2011 kl. 01:23

3 Smámynd: Gunnar Waage

jams, síðan er nú OECD eins og það er, ekki óskeikult. Það er engin heilög regla að Íslendingum beri að opna á erlenda fjárfestingu meira en nú er þótt einhverjir spunameistarar segi það.

Það að heimilt sé síðan að nota aflandskrónur við kaup á fasteignum er gagnrýnisvert ef að svo er. Enþað er nokkuð langur vegur frá þeirri spurningu að þeirri niðurstöðu að opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu og halda brunaútsölu eins og nafni minn sagði hér fyrir ofan. Þetta eru tvö óskyld mál.

Hér þarf að fara fram uppbygging, ekki sala á eignum. Það er bara engin desperat í þessu máli nema Árni Páll held ég.

Gunnar Waage, 15.11.2011 kl. 03:19

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Helgi Rúnar, það er svolítið broslegt að ef fjárfestirinn að Grímstöðum væri í ESB þá væri ekki verið að ræða málið, hann væri búinn að kaupa. Við þekkjum ákveðinn leik í tengslum við Magma málið í þessu sambandi.  Að kaupandinn er kíverskur er umræða sem ég tek ekki þátt í.  Gunnar R.  Satt segir þú, en álverin setja veruleg slagsíðu á þá umræðu.  Sú fjárfesting er með aðkomu ríksins og sérlögum svona til aðgreiningar frá venjulegum buisness. Ég bendi á þegar til kasta kemur, vitum við ekki alveg hvað við viljum. Er ekki Magma málið klárt dæmi um slíkt. Gunnar W.  Ekki er ég talsmaður brunaútsölu, og er síður en svo á móti erlendri fjárfestingu. Ég held að við höfum mörg dæmi um farsælt samstaf við útlendinga og sé það sem leið fyrir okkur.

Jón Atli Kristjánsson, 15.11.2011 kl. 16:24

5 Smámynd: Gunnar Waage

Það er enginn að tala um samstarf við útlendinga í þessu sambandi Jón Atli, samstarf við stönduga aðila hingað og þangað um heiminn er stundað hér í miklum mæli og á mörgum sviðum. En við erum að tala um sölu á stóru landssvæði. Þetta er bara ekki leyfilegt víðast hvar, menn veifa ekki bara peningum og kaupa land hvar sem er, það að halda því fram er bara þvæla.

Gunnar Waage, 15.11.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Já Gunnar ég veit vel hvað þú ert að tala um. Hér takast á pólitísk sjónarmið eins og séreignarréttur. Ekki er um það deilt að eigendur Grímstaða eiga og geta selt þessa jörð, aðeins spurningin um hverjum. Nú vitum við þú og ég að fullt af eignum á Íslandi hafa verið seldar útlendingum veiðijarðir og veiðiréttur. Allt í einu verður þessi sala á Grímstöðum stórmál. Er vitund manna og skoðanir á náttúruauðlindum að breytast og því hvað er náttúruauðlind?  Þjóðlenduumræðan og tengd málaferli voru um margt áhugaverð í þessu samhengi. Þar fannst séreignarmönnum ríkið fara fram af hörku.

Jón Atli Kristjánsson, 16.11.2011 kl. 13:17

7 Smámynd: Gunnar Waage

Ég sé ekkert athugavert við að leigja manninum bara jörðina ?

Gunnar Waage, 17.11.2011 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband