15.11.2011 | 07:38
Lífið á að vera leikur, en leynast hættur í leiknum.
Okkur finnst að lífið eigi að ganga sinn vana gang og að við lifum örugg í dagsins önn. Við lifum að okkur finnst í tryggu umhverfi og á alþjóðavísu gerum við það örugglega.
Öryggi er ein af okkar grundvallar þörfum. Manni verður hugsað til landa, þar sem voru endalaus stríð og herir fóru um ruplandi og rænandi, og uppálagt að skapa eins mikinn ótta og hægt væri. Konum var skipulega nauðgað, menn og börn jafnvel drepi. Vonandi heyrir þetta allt fortíðinni til.
Þó ytra öryggi okkar virðist í augnablikinu í lagi eru á meðal okkar hættulegir einstaklingar, sem margir hverjir geta valdið óbætanlegu tjóni. Tjóni sem ekki verður bætt með neinu efnislegu, tjóni á sálinni. Þessir aðilar bera engan merkimiða um að þeir séu hættulegir. Þeir líta út fyrir að vera venjulegir borgarar, þeir eru jafnvel í þinni fjölskyldu, en eru í reynd úlfur í sauðagæru.
Við köllum sífellt á að þessir aðilar sé með einhverjum hætti merktir. Við viljum nafnbirtingar, meira opinbert eftirlit með dæmdum sakamönnum, við viljum ekki búa neinstaðar nálægt þessum aðilum osfv. Allt mannlegt og skiljanlegt við viljum geta varið það sem okkur er annt um og kærast.
Þegar rikið sest í þessari umræðu, stendur það eftir, að við getum ekki kastað ábyrgðinni á okkur á nokkurn annan. Dæmin sem koma upp úr skúmaskotum okkar umhverfis eru þannig að allir verða að taka ábyrgð. Öryggi er ekki aðeins fyrir lögregluna, allir verða feimnislaust að ræða þessi mál. Allir ungir sem gamlir verða að taka ábyrgð, sá sem gengur einsamall um glæpamanna hverfi að nóttu til, verður örugglega rændur, ef ekki drepinn. Ég legg til að umræðan í fjölskyldunni byrji á spurningunni, eru allir góðir ?
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.