Komandi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.

Fundurinn hefur allar forsendur til að vera fjölsóttur og spennandi.
  • Fyrst er að telja formannskjör, bein uppskrift að góðri mætingu,
  • Viðamiklar tillögur um breytingar á skipulagi flokksins og öllu innra starfi,
  • Ítarlegt starf málefnanefnda sem lagt verður fram og rætt á fundinum,
  • Ekki má heldur gleyma tillögum þingflokks Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, sem örugglega verða þarna til umræðu.
Þó Landsfundur sé ákveðinn endapúntur málefnavinnu flokksins, er hann ekki síst félagsleg samkoma. Þarna hittast 1500 - 2000 sjálfstæðismenn og konur, fólk sem margt hefur unnið saman árum saman og þarna verður fagnaðarfundur. Margt er rætt yfir kaffibolla og það eru þessar samverustundir, sem gefa þessari annars merkilegu samkomu gildi.
Hart er í dag sótt að stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum.  Stór hluti kjósenda er óviss í afstöðu sinni og finnur ekki svör  í núverandi flokkakerfi. Eitthvað nýtt, eitthvað annað enn við höfum, er kall stórs hóps. Hafa núverandi flokkar getu til að breyta sér og aðlaga sig þessu kalli.
Sjálfstæðisflokkurinn er í fyrirliggjandi tillögum staðráðinn í að láta ekki sitt eftir liggja. Verkefnið er að:
  • Halda utanum og treysta þann hóp, sem nú þegar er í flokknum. Landsfundur er í reynd uppskeruhátíð þess starfs,
  • Ná til nýrra kjósenda, sérstaklega yngra fólks og kvenna. Til að ná þessu marki, ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að breytast og aðlagast. Hann ætlar með nýju skipulagi að laða til sín nýja krafta.
Það verður sannarlega gaman að sjá hvernig til tekst á Landsfundinum. Eitthvað sem áhugamenn um stjórnmál verða að fylgjast með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Agnar Guðsteinsson

Veit ekki hversu spennandi fundurinn verður fyrir aðra en sjálfstæðismenn. Fyrir aðra er hann forvitnilegur vegna formannskjörsins. Þú nefnir að halda utan um og treysta þann hóp sem er í flokknum. Veit einhver hvaða hópur það er? Fjöldi manns yfirgaf hann í síðastu kosningum og er kannski enn í ,,útilegu". Það er mikil bjartsýni að halda að allt það lið hafi skilað sér til baka, jafnvel þótt ríkisstjórnin sé ekki að afreka mikið. Það er lykilatriði að málefnavinna á fundinum verði gagnsæ og skiljanleg öllu venjulegu fólki. Það gæti skilað Sjálfstæðisflokknjum atkvæðum á kjördegi.

Geir Agnar Guðsteinsson, 12.11.2011 kl. 00:25

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þetta Geir. Það er rétt hjá þér að flokkurinn þarf að svara því í málefnastarfi sínu, hvers vegna einhver á að kjósa þennan flokk. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er ekki lagt frá kosningafylgi sínu, þannig að týndu sauðirnar hafa vonandi skilað sér heim. Ég held að aðrir flokkar öfundi Sjálfstæðisflokkinn af hans Landsfundi, sem venjulega eru fjölmenn og glæsileg samkoma.

Jón Atli Kristjánsson, 13.11.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband