9.11.2011 | 04:34
Skuldavandi Evrópulanda og þess vegna heimsins alls.
Sá sem skuldar of mikið og getur ekki greitt skuldir sínar verður að undirgangast ákveðna skoðun og rannsókn, helst óháðs aðila. Hvers vegna:
Í sinni einföldustu mynd er þetta ekki flókið fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Málið vandast verulega ef um stórt fyrirtæki er að ræða að ekki sé talað um þjóðríki.
Þegar rætt er um skuldavanda Grikklands og nú Ítalíu og fyrrgreindar vinnureglur lagðar til grundvallar, sést að allt er í skötulíki. Í Grikklandi eru einhverjir björgunar pakkar búnir til og blekið er varla þornað þegar gera þarf meira eða ekki er hægt að standa við gerða samninga.
Ekkert skal dregið úr stærð vandans eða flækjustiginu. Það er hinsvegar ljóst að öll vinnubrögð mótast af fljótræði og stjórnleysi, sem rekið er áfram af kröftum sem má sópa undir einn hatt og kalla markaðsöflin
Aðgerðir standa ekki á nokkrum grunni, alger glundroði og stjórnleysi virðist ríkja. Stjórnmál og fjármál blandast saman í einhverja kös og kösin stækkar með hverju nýju landi, sem bætist við.
Ef eitthvað má læra af okkar erfiðleikum, þá þurfa öll lönd í vanda að setja, sín neyðarlög. Málið þarf að byrja hjá þjóðríkinu, og greiningu þarf að gera eins og hér að ofan. Í stað þess að ESB sendi þeim einhverja aðgerðapakka. Pakka sem segja má að hangi í lausu lofti.
Tökum eina grundvallar spurningu, eru skuldir Ítala óviðráðanlega ? Því þarf að svara, en mögulega er vandinn sá að stjórnmál á Ítalíu eru óviðráðanleg.
- Skuldarinn verður að horfast í augu við vanda sinn og vera tilbúinn að leita sér hjálpar,
- Það þarf að staðfesta hverjar skuldirnar og ábyrgðir eru í raun og veru. Allt þarf að vera uppi á borði. Skuldari hefur ákveðna tilhneygingu til að vanmeta skuldir sínar,
- Það þarf að meta það hlutlaust hvað skuldarinn getur borgað strax og hvað hann getur borgað af tekjum sínum á lengri tíma. Eignir hans verður að tíunda samviskusamlega, hvað hægt er að selja strax og svo framvegis.
Í sinni einföldustu mynd er þetta ekki flókið fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Málið vandast verulega ef um stórt fyrirtæki er að ræða að ekki sé talað um þjóðríki.
Þegar rætt er um skuldavanda Grikklands og nú Ítalíu og fyrrgreindar vinnureglur lagðar til grundvallar, sést að allt er í skötulíki. Í Grikklandi eru einhverjir björgunar pakkar búnir til og blekið er varla þornað þegar gera þarf meira eða ekki er hægt að standa við gerða samninga.
Ekkert skal dregið úr stærð vandans eða flækjustiginu. Það er hinsvegar ljóst að öll vinnubrögð mótast af fljótræði og stjórnleysi, sem rekið er áfram af kröftum sem má sópa undir einn hatt og kalla markaðsöflin
Aðgerðir standa ekki á nokkrum grunni, alger glundroði og stjórnleysi virðist ríkja. Stjórnmál og fjármál blandast saman í einhverja kös og kösin stækkar með hverju nýju landi, sem bætist við.
Ef eitthvað má læra af okkar erfiðleikum, þá þurfa öll lönd í vanda að setja, sín neyðarlög. Málið þarf að byrja hjá þjóðríkinu, og greiningu þarf að gera eins og hér að ofan. Í stað þess að ESB sendi þeim einhverja aðgerðapakka. Pakka sem segja má að hangi í lausu lofti.
Tökum eina grundvallar spurningu, eru skuldir Ítala óviðráðanlega ? Því þarf að svara, en mögulega er vandinn sá að stjórnmál á Ítalíu eru óviðráðanleg.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skuldavandi Evrópu kallar á áhyggjur af efnahagsþróun í heiminum. Líka hjá okkur. Við þessar aðstæður er hreinlega galið að við séum að sækja um aðild að ESB. Getur Evrópa staðið af sér þessar hremmingar er afar erfitt að segja um nú. Þessi umfjöllun þín um skuldavandann kallar á margar fleiri spurningar, en er mjög góður.
Sigurður Þorsteinsson, 9.11.2011 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.