Hvað er skylt með fönsku byltingunni og stöðu heimsins í dag.

Lærdómur frönsku byltingarinnar var sá að kóngurinn og aðallinn með dyggri  aðstoð kirkjunnar tók og mikið af verðmætum samfélagsins. Alþýðan svalt. Þess vegna var þessu liði bylt.  Fræg var setningin drottningarinnar, þegar henni var sagt að alþýðan sylti, hvers vegna borðar þetta fólk þá ekki kökur !
Valdakerfi þessa tíma var innbyggt og innmúrað. Kóngurinn lét aðalinn hafa svæði til að stjórna og arðræna. Í staðinn lögðu þeir til her, svo kóngurinn gæti strítt við aðrar þjóðir og stækkað kökuna fyrir sig og þá. Kirkjan tók þátt í leiknum, hennar hlutverk var að halda alþýðunni góðri, lífið á jörðinni gat verið djöfullegt en þá beið himnaríki með öllum sínum dásemdum. Kirkjan fékk að vera í friði og ráða sínum málum án afskipta.
Enn svo var ballið búið, menn gengu of langt og urðu höfðinu styttri. Einfölduð mynd af flókinni stöðu, en vonandi samt sannleiksvottur í henni.
Enn hvað um nútímann. Kóngar nútímans eru alþjóðafyrirtækin. 147 fyrirtæki ráða heiminum, af þeim ráða 50 fyrirtæki mestu. Þjóðhöfðingjar allra landa þekkja völd þeirra og áhrif. Það má auðveldlega líta á Kína sem fyrirtæki, stjórnað af kommonistaflokknum. Kína er í dag valdamesta fyrirtækið. Stjórnmálamenn hafa tekið við fyrra hlutverki kirkjunnar,  að friða lýðinn, deyfilyf dagsins er ekki himnaríki, heldur glansmynd lýðræðisins.  Það á sem sé að líta þannig út að lýðurinn ráði. Það þarf vart að segja það, það eru auðvitað fyrirtækin sem ráða.
Fyrirtækin ( 147 ) og eigendur þeirra sitja á peningunum og láta stjórnmálin fá eitthvað af þeim í staðinn fyrir afskiptaleysi og forréttindi.  Misskiptin hins peningalega auðs, er alger, þróun sem fengið hefur að grassera undir hatti kapi­talismans.   Þeim ríka hefur leyfst að verða sífellt ríkari, því þannig gætu einhverjir molar fallið af borði ríka mannsins til okkar, við getum keypt okkur kökur.
Vandi dagsins í dag er misskipting auðs og gæða, rétt eins og fyrir frönsku byltinguna.
  • Vestrið hefur tekið of mikið af gæðum, nú vill austrið líka fá sitt. Hætt er við að þeir muni ekki spyrja, heldur taka,
  • Fjármagnseigendur með bankana sína hafa tekið of mikið ( 40% ). Þeir þurfa svona mikið m.a. vegna vitleysunnar sem þeir sköpuðu sjálfir með taumleysi sínu. Reyna með kjafti og klóma að koma þessum vanda yfir á þjóðríkin - almenning.
Öll þessi misskipting og græðgi, gerir það að of margir „ svelta „  Samkvæmt sögunni, þá missa einhverjir „ höfuðið", það þarf að gefa upp á nýtt. 
Landslagið í dag er að sjálfsögðu ekki eins og um 1700, þó samlýkingin geti að einhverju leiti passað. Kóngar nútímans eru nefnilega ekki mjög sýnilegir og bera ekki kórónu. Þeir hafa vit  á því að fela sig, hafa jafnvel her manns í vinnu við að fela auð sinn. Ýmis merki eru hinsvegar um það að þeir hafa áhyggjur af stöðu sinni, og sumir þeirra hafa gripið til aðgerða. ( Bill Gates )
Hver á og getur skakkað leikinn. Þó það hljómi eins og klisía, þá gilda sömu lögmál   nú  og í frönsku byltingunni, valdið er hjá fólkinu.  Fólkið í arabaheiminum er að reka af sér spillta stjórnmálmenn,  nýjar hreyfingar og hugsun er að verða til.  Fyrir þá sem fylgjast með þjóðfélagsmálum eru spennandi tímar framundan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Algjörlega frábær færsla. Vekur mann til umhugsunar.

Sigurður Þorsteinsson, 8.11.2011 kl. 17:02

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

BANKARNIR HER OG rÍKISTJÓRNIN ERU NÚ Í SÖMU STÖÐU OG KÓNGUR FRAKKA OG PRESTAVELDIÐ- AÐ ARÐRÆNA ÞJÓÐINA.

Mun Íslenskur  almenningur- búinn að missa heimili sín og fasteignit ásamt fyrirtækjum- koma af stað byltingu ?

 Mun Íslenskur almenningur - bara borða kökur ??? eins og fræg kona á Islandi sagði fyrir nokkrum árum !

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.11.2011 kl. 20:15

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir innlitið Siggi og Erla.  Ég held að bylting geti farið fram með ýmsum hætti. Ég tel að ofbeldi megi aldrei líða og mun aldrei hvetja til slíks. Það hefur sýnt sig að friðsamleg mótmæli og andóf skilar miklum árangri. Við megum heldur ekki gefast upp á lýðræðinu, betrumbæta það og þróa !!

Jón Atli Kristjánsson, 8.11.2011 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband