7.11.2011 | 10:10
Átökin um formennsku í Sjálfstæðisflokknum - ný vinnubrögð.
Undirbúningur Landsfundar hefur staðið í margar vikur. Það starf hefur m.a. farið fram í málefnanefndum flokksins, framtíðarnefndinni, efnahagstillögum þingflokks Sjálfstæðisflokksins og almennum fundahöldum. Allt hefðbindið ferli. Þessa dagana hafa flokksfélög og fulltrúaráð, verið að klára að kjósa fulltrúa í Landsfund. Varðandi kosningu til embætta í flokknum, hefur hefðin verið sú, að framboðsfrestur rennur út á Landsfundinum sjálfum. Aðilar tilkynna þar um framboð sitt til embætta og reka þar sín framboð og kynningu.
Nú bregður svo við að einn frambjóðandi til formanns, leggst í ferðalög um landið til að hitta Landsfundarfulltrúa. Sannarlega óvenjuleg vinnubrögð sem ganga gegn hefðbundnum venjum flokksins.
Það óvenjulega við þetta framtak er:
- Frambjóðendur sitja ekki við sama borð, framboðsfresti er ekki lokið, og fleiri frambjóðendur t.d. til formennsku gætu komið fram,
- Hlutverk Landsfundar er m.a. kosninga forystu flokksins, og Landsfundarfulltrúar eru til þess kjörnir. Með því að kynningarstarf frambjóðenda, eða annarra hagsmunafla, er fært út af Landsfundi er hefðum flokksstarfsins riðlað.
Kappleikur í íþróttum er leikinn samkvæmt ákveðnum reglum, annars fer allt í vitleysu. Dómari einn eða tveir eru settir til að sjá til þess að reglum sé fylgt. Það má hinsvegar segja að vandræði okkar sem þjóðar er að við teljum okkur ekki þurfa að fylgja reglum, við setjum okkar eigin reglur. Gerum það sem við viljum af því að það hentar okkur best í það og það skiptið. Hugarfar sem ég hélt að flestir vildu breyta.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú talar um frambjoðendur. Má vissulega til sanns vegar fær í praksís, menn sækjast jú eftir kjöri. En, hefur einhver breyting orðið á því sem var, að allir landsfundarfulltrúar séu í kjöri?
Enginn er framboðsfresturinn og þegar kemur að formannskjöri hefur venjulega formaður óskað eftir endurkjöri. Eða hann stígur til hliðar og lætur vita af að hann sé ekki í kjöri. Þá lýsa einhverjir aðrir áhuga sínum. Eru semsagt meira í kjöri en aðrir fulltrúar.
Það eru semsagt engir formlegir frambjóðendur. Þess vegna geta landsfundarfulltrúar sameinast um að kjósa einhvern annan en þá sem nú sækjast eftir formennskunni - ef þeim sýnist svo.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 7.11.2011 kl. 17:11
Sæll Þórhallur, ég held að við sjáum þetta svona nokkuð með sömu augum. Ég man hinsvegar ekki eftir þeirri stöðu að enginn hafi boðið sig fram til formennsku. Yfirlýsing um framboð er vilji um að viðkomandi vilji taka þetta að sér. Að Landsfundur kjósi einhvern sem ekki hefur lýst yfir framboði, væri í meiralagi óvenjulegt. Spurning þá hvort sá tæki þeirri áskorun. Skipulagsreglur flokksins eru fáorðar um þetta efni varðandi Landsfund.
Ég er að tala um þær venjur sem skapast hafa. Sumir vilja svo hafa þetta hreint eins og þeir vilja!!
Jón Atli Kristjánsson, 7.11.2011 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.