4.11.2011 | 07:33
Framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Framboð hennar er nú staðreynd, eftir miklar pælingar stuðningsmanna hennar. Þetta framboð er þaulhugsað, þrátt fyrir að annað sé látið í veðri vaka. Margir, þar á meðal ég, hafa talið að Sjálfstæðisflokkurunn þyrfti síst á því að halda að fara nú í formannsslag. Slag sem engu mun skila nema tárum og því að málefnavinna Landsfundar verður í öðru sæti.
Hanna Birna er einstaklega frambærilegur stjórnmálamaður. Hún hefur risið til metorða innan flokksins, stjórnað borginni af skörungsskap, og lagt nýja línu í pólitísku starfi. Hún og hennar stuðningsmenn máttu vita að hennar tími kæmi. Að hann sé komin er í meiralagi óvíst, og allir sem vinna í stjórnmálum vita að rétti tíminn" er allt.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og mun vera það áfram. Hann er ungur og mjög frambærilegur maður, sem hefur sífellt verið að vaxa í sínu starfi. Formennska í Sjálfstæðisflokknum, flokki með hrunið á bakinu, stórtap á alþingiskosningum, og marga af forystumönnum flokksins laskaða, var ekki glæsilegt bú að taka við. Staða flokksins hefur hinsvegar stöðugt verið að styrkjast og hann að móta sér stöðu í stjórnanarandstöðu, vinna sem þarf fumlaust að halda áfram.
Átök um forystu flokksins nú er rökleysa. Enginn málefnalegur ágreiningur er milli aðila, í besta falli er þetta spurning um einhverja aðra ímynd, eða persónu. Minnir að þessu leiti á prestskosningar. Rök um eitthvað val á milli aðila eru léttvæg og í reynd óskiljanleg, því í hinu orðinu er sagt að stjórnmál snúist um markmið og stefnu.
Það er hrein ekki útilokað að Hanna Birna fái talsvert fylgi á Landsfundinum, til þess hefur hún verðleika og marga vini. Naumur sigur Bjarna mun hinsvegar þýða veikari stöðu hans sem formanns, hvað sem sagt verður á sigurstundu. Hanna Birna átti að sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Til þess hefði hún fengið breiðan stuðning, og tíma, en hún og vinir hennar hafa valið aðferðina, allt eða ekkert.
Hanna Birna er einstaklega frambærilegur stjórnmálamaður. Hún hefur risið til metorða innan flokksins, stjórnað borginni af skörungsskap, og lagt nýja línu í pólitísku starfi. Hún og hennar stuðningsmenn máttu vita að hennar tími kæmi. Að hann sé komin er í meiralagi óvíst, og allir sem vinna í stjórnmálum vita að rétti tíminn" er allt.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og mun vera það áfram. Hann er ungur og mjög frambærilegur maður, sem hefur sífellt verið að vaxa í sínu starfi. Formennska í Sjálfstæðisflokknum, flokki með hrunið á bakinu, stórtap á alþingiskosningum, og marga af forystumönnum flokksins laskaða, var ekki glæsilegt bú að taka við. Staða flokksins hefur hinsvegar stöðugt verið að styrkjast og hann að móta sér stöðu í stjórnanarandstöðu, vinna sem þarf fumlaust að halda áfram.
Átök um forystu flokksins nú er rökleysa. Enginn málefnalegur ágreiningur er milli aðila, í besta falli er þetta spurning um einhverja aðra ímynd, eða persónu. Minnir að þessu leiti á prestskosningar. Rök um eitthvað val á milli aðila eru léttvæg og í reynd óskiljanleg, því í hinu orðinu er sagt að stjórnmál snúist um markmið og stefnu.
Það er hrein ekki útilokað að Hanna Birna fái talsvert fylgi á Landsfundinum, til þess hefur hún verðleika og marga vini. Naumur sigur Bjarna mun hinsvegar þýða veikari stöðu hans sem formanns, hvað sem sagt verður á sigurstundu. Hanna Birna átti að sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Til þess hefði hún fengið breiðan stuðning, og tíma, en hún og vinir hennar hafa valið aðferðina, allt eða ekkert.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni Ben hefur ekkert gert sem að gagni má vera og má svo sem vorkenna honum tækifærisleysið. En hann hefur helst sýnt sig í að vera rola sem stekkur upp þegar annar hundur hefur bent á bitan.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.11.2011 kl. 17:21
Gott innlegg Jón Atli. Tek undir að mér finnst mikið varið í Hönnu Birnu, en af tveimur góðum kostum finnst mér reynsla, þekking og hæfileikar Bjarna vega þyngra.
Hrólfur, hér á árum áður þjálfaði ég íþróttir austur á fjörðum. Þá kynntist ég afar merkilegum manni sem yfirleitt talaði aldrei öðru vísi en, já það er þetta með bjálfann hann Jón Baldin Hannibalsson....eða bölvaður auðnuleysinginn hann Ólafur Ragnar Grímsson.....eða auðnuleysinginn hann Sighvatur Björgvinsson. Yfirleitt hnýtti hann í alla sem ekki voru honum nákvæmlega sammála. Þegar svo aðrir höfðu skoðanir var afskaplega nákvæmur að fá allar upplýsingar og rök. Þetta var afskaplega góður drengur, og góður hagyrðingur. Þegar ég kynntist honum meira sagði ég honum að þessar órökstuddu yfirlýsingar væru sprottnar af minnimáttarkennd. Hann tók þessari tilgátu minni.
Þar sem Bjarni var nemandi minn hér áður fyrr, þekki ég talsvert til hans. Afburða vel gefinn ungur maður, hörkuduglegur með sterka réttlætiskennd. Ef ég ætti að gagnrýna hann væri það að hann mætti vera grimmari og láta ekki kurteisina tefja fyrir sér.
Það að segja að Bjarni hafi ekki gert neitt sem að gagni mætti koma og að hann sé rola minnir mig óneitanlega á vin minn austur á fjörðum og vanmáttarkenndina.
Sigurður Þorsteinsson, 4.11.2011 kl. 18:03
Takk fyrir innlitið félagar. Hrólfur styður Sjálfstæðisflokkinn og segir sína skoðun undir nafni, en ekki dulnefni, eins og sum dusilmenni bloggheimum. Ég er ekki sammála honum enn þannig er það.
Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum er staðreynd. Ég vona svo sannarlega að það yfirskyggi ekki gott og öflugt málefnastarf á Landsfundi. Landsfundur þarf að svara því með afgerandi hætti, hvers vegna á ég að kjósa þennan flokk, enn ekki einhvern annan. Það jákvæða sem verður sagt um formannsslaginn, er að hluti af svarinu við fyrrgreindri spurningu, felst í forystunni. Ofuráhersla dagsins í dag á persónur og persónudýrkun, er einn af stóru veikleikum stjónmálanna, flóttaleið frá því að taka afstöðu og ábyrgð. Flókið samfélag nútímans kallar nefnilega á aðrar lausnir, samstilltan hóp með sem breiðasta þekkingu.
Jón Atli Kristjánsson, 4.11.2011 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.