Snilldarlegt hrun, snilldarleg endurreisn.

Umræðan um hrunið 2008 hefur verið mjög fyrirferðarmikil, undanfarna mánuði og ár. Ein umferð enn fór fram í síðust viku, þegar hingað komu miklir spámenn til að ræða þetta efni og hagstjórn eftir hrun. Þar höfum við komist í þá stöðu að aðrir geta af okkur lært.  Auðvitað passar það vel við okkar almennu snilli. Fyrst fórum við á snilldarlega á hausinn, og nú er endurreisnin gerð af snilld.
Það hlýtur að vera öllu hugsandi fólki umhugsunarefni hvort ekki er nóg komið af þessari umræðu. Ástæðan er þessi:
  • Fátt nýtt kemur fram í þessu tali,
  • Umræðan um hrunið er í eðli sínu neikvæð,
  • Þó að umræðan eigi að vera upplýsandi, aldrei aftur svona tími, virðist lærdómurinn ekki ljós, og týnist í orðagjálfri og skrúðmælgi.
Fyrir okkur sem lifðum þessa tíma, vorum þátttakendur á okkar hátt, vantar eitthvað mikið inn í þessa mynd, sem ekki kemur fram.
Elísabet Englandsdrottning, spurði nefnilega sína menn, hvað gerðist í raun og veru, og hvernig gat þetta gerst.  Heiðarleg svar við þessari spurningu fól í sér raunverulega möguleika á að bæta úr, þannig að eitthvað þessu líkt gæti ekki gerst aftur.
Þess í stað hefur umræðan nú bitið í skottið á sér, í þeim skilningi að nú er í alvöru verið að ræða nýja fjármálakreppu. Höfum við þá ekkert lært, eða er kreppan frá 2008 ekki búin, eins og haldið er fram. Sú spilling sem opinberaðist okkur tengd þessum tíma, var áfall í sjálfu sér, enn minnir einnig stöðugt á sig, og spurninguna hvort hún hafi verið upprætt.
Kemur einhverjum á óvart að þessi umræða skapi, óróleika, öfga og vantrú á stjórnvöldum og ráðmönnum almennt.  Allt það sem fólk hafði lagt trúnað sinn og traust á „ kerfið „ sem brást getur ekki verið sátt.
Hvað sem um þetta má segja verðum við að horfa fram á veg og trúa á okkur og framtíðina. Lykilfólk í okkar samfélagi, ekki ein manneskja, heldur hópur verður að taka sig saman og leiða þessa „ nýbylgju „.  Þetta fólk er reyndar byrjað að koma fram enn hefur ekki ennþá náð í gegn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Jón Atli. Þessi yfirborðsunræða er enn þann dag í dag mjög ráðandi. Minnist þess þegar dóttir mín var 12 ára og kom heim og sagði:

,, Þetta er alveg geðveikt".

Ég spurði hana hvort hún vissi hvað það það þýddi.

,,Jú, að þetta sé geðveikt flott".

... en þetta geðveikt" spurði ég

.. Það er bara svona" var svarið. 

Þetta snilld, er líka svona geðveikt!

Sigurður Þorsteinsson, 2.11.2011 kl. 22:55

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

sem áhugamaður um hagfræði þá fannst mér skorta alla hagfræðilega nálgun á viðfangsefnið, út frá tölfræði og greiningu(hvaða þættir skipta máli, hversu miklu máli skiptu þeir, hvernig tengjast þeir, hvaða áhrif hafa þeir á hverja aðra o.s.fr.v.)  Á sama tíma var enginn skortur á skoðunum.

Lúðvík Júlíusson, 2.11.2011 kl. 23:04

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir innlit Siggi og Lúðvík.  Lúðvík þú átt einfaldlega að læra hagfræði, ef þú hefur ekki gert það enn. Aldrei of seint að byrja og ef áhuginn er fyrir hendi getur þér ekki mistekist. Það má segja um stjórnmálamenn að hagfræði kunnátta kemur þeim vel, sama á við um lögfræði. Ef stjórnmálamaðurinn getur ekki unnið með öðrum er hann " ónýtur " hversu snjall hann kann annars að vera. Það er almennt talað til mikil þekking, mér hefur sýnst það meiri vandi að nýta hana. Núverandi stjórnvöld tala mikið um aukið lýðræði. Samt situr stjórnin rúin traustu, samkvæmt áreiðanlegum könnunum. Hún er svo veik að hver einasti stjórnarþingmaður hefur neitunarvald í öllum málum. Það lýðræðislegasta og réttasta í stöðunni eru nýjar kosningar, endurnýjað umboð. Það ríkir einhver doði í öllu. Þessi staða okkar er fræðilega vel þekkt, um þessa stöðu, sem við skulum kalla félagsfræðilega, hafa verið skrifðar margar bækur og rannsóknir gerðar. Lausnirnar eru líka til, ef menn vilja !!

Jón Atli Kristjánsson, 3.11.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband