31.10.2011 | 08:16
Nýja varðskiptið Þór, til hamingju íslendingar.
Það var sannarleg hátíðleg stund, þegar nýja fjölnota varðskipið okkar Þór, lagðist að bryggju í Reykjavík s.l. fimmtudag.
Það voru svo sem ekki fjölmenni á bryggjunni til að taka á móti skipinu, enda venjulegur vinnudagur í borginni. Móttakan var þó hátíðleg með ræðuhöldum og fínheitum.
Skipið var svo til sýnis laugardag og sunnudag og stöðugur straumur fólks að skoða. Fólk lét ekki langa biðröð aftra sér, en allt gekk þetta þó ótrúlega fljótt fyrir sig. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók ákaflega vinsamlega á móti gestum og leyst úr öllum spurningum af lipurð og fagmennsku.
Skipið er allt eins og mubla. Maður skildi betur orðið fjölnota varðskip, þegar um borð er komið og gat rínt í lýsinguna sem afhent var við landganginn:
Það læddist að manni sú hugsun, hvað öll þessi herlegheit kostuðu. Þá rifjaðist það upp, að sá sem spyr um verð, hefur líklega ekki efni á því sem um er spurt. Þessa vegna bægði ég strax frá mér þessari hugsun.
Nýjasti Þór er einstaklega glæsilegt skip og við sem þjóð getum verið stolt af þessu skipi. Ástæða er til að óska Landhelgisgælsunni til hamingju með skipið og þeim sem á því starfa allrar blessunar.
Það voru svo sem ekki fjölmenni á bryggjunni til að taka á móti skipinu, enda venjulegur vinnudagur í borginni. Móttakan var þó hátíðleg með ræðuhöldum og fínheitum.
Skipið var svo til sýnis laugardag og sunnudag og stöðugur straumur fólks að skoða. Fólk lét ekki langa biðröð aftra sér, en allt gekk þetta þó ótrúlega fljótt fyrir sig. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók ákaflega vinsamlega á móti gestum og leyst úr öllum spurningum af lipurð og fagmennsku.
Skipið er allt eins og mubla. Maður skildi betur orðið fjölnota varðskip, þegar um borð er komið og gat rínt í lýsinguna sem afhent var við landganginn:
- Skipið er sérbúið björgunar og dráttarskip,
- Olíuhreinsunarbúnaður,
- Slökkvibúnaður,
- Fjölgeislabúnaður, vegna dýptarmálinga og leitar neðansjávar,
- Skipið getur flutt 9 gámaeiningar,
- Sérstyrkt fyrir siglingar í ís,
- Eldsneytisþjónusta fyrir þyrlur.
Það læddist að manni sú hugsun, hvað öll þessi herlegheit kostuðu. Þá rifjaðist það upp, að sá sem spyr um verð, hefur líklega ekki efni á því sem um er spurt. Þessa vegna bægði ég strax frá mér þessari hugsun.
Nýjasti Þór er einstaklega glæsilegt skip og við sem þjóð getum verið stolt af þessu skipi. Ástæða er til að óska Landhelgisgælsunni til hamingju með skipið og þeim sem á því starfa allrar blessunar.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já glæsilegt skip..Vona barasta að við þurfum ekki að sjá á eftir því til leigu einhversstaðar..Íslenskir sjómenn og aðrir áttu það svo sannarlega skilið að eignast svona gott skip..Ég horfði á Landann í gærkvöldi og mikið rosalega eigum við flinkt fólk hjá Landhelgisgæslunni. Ekki síst á þyrlunum!
Bestu kveðjur héðan úr Heiðarbæ.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.10.2011 kl. 08:51
Það mun sóma sér vel á Miðjarðarhafi við að bjarga Blámönnum. Því ekki höfum við ráð á að reka þetta frekar en spítala.
Og þvílík vitleysa að fara með smíðina til Chile. Hvaða margfeldisáhrif hefði það ekki haft að ákveða strax að smíða það innanlands. Í staðinn eru gömlu stálskipasmiðirnir orðnir gamlir og greinin útdauð hjá siflingaþjóðinni Íslandi. Það er eins og okkur séu allar bjargir bannaðar með að hugsa.Heimskan ávallt í hávegum höfð.
Halldór Jónsson, 31.10.2011 kl. 22:28
Takk fyrir innlitið Silla og Halldór. Já skipið er flott og reikningurinn hár. Þegar maður les um þetta blessað flóttafólk, kemur í ljós hvað við höfum það gott, þrátt fyrir barlóminn. Ég hef komið í þessa stöð, þar sem Þór er smíðaður. Hún var þá rekin af sjóhernum. Stöðugar veislur og flottheit. Segi aðeins frá þessu af því konan var með mér. Við smíðum ekki lengur úr járni, en plastbáta smíðum við með miklum sóma. Er ekki nýjasta smiðjan í þeim efnum að rísa hjá okkur í Kópavogi. Það verður vonandi gott að smíða í Kópavogi !!
Jón Atli Kristjánsson, 1.11.2011 kl. 14:57
Gaman að lesa þessi góðu orð um Landhelgisgæsluna.
Eitt skip dugar þó alls ekki til að sinna vöktun auðlindalögsögu okkar, enda er fiskur sífellt dýrari, auk allra annarra verkefna.
Sigurður Þórðarson, 3.11.2011 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.