1.11.2011 | 08:25
Þeir sem vilja völd og áhrif fara í pólitík?
Á s.l. áratug átti þessu fullyrðing alls ekki við. Það var atvinnulífið sem heillaði þá sem vildu völd og áhrif. Þeir sem réðu ferðinni á þessum árum höfðu ekki mikið álit á stjórnmálamönnum verið þið ekki að flækjast fyrir okkur" var boðskapur peningamanna. Þetta viðhorf sagði sína sögu um hver stjórnaði hverjum.
Ungt fólk á þessum tíma vildi fara í business, viðskiptadeildir háskólanna voru fullar af áhugasömu fólki, sem vildi græða alvöru peninga. Verkfræðingar voru eftirsóttir í þessum heimi, kunnu að reikna.
Í dag eru stjórnmál í tísku og allir vilja ráða. Já beint lýðræði þýðir auðvitað að fjöldinn ræður. Þegar heiðarleiki og siðferði bera á góma, dettur mér í hug staðan í austur evrópu og sérstaklega á Balkanskaganum. Þar fara menn raunverulega í pólitík til að græða peninga. Allt kostar og stjórnmálamenn á þessum svæðum eru að vinna fyrir sig, en að sjálfsögðu undir göfugum merkjum fjöldans. Við hér heima erum sunnudagsskóladrengir miðað við þá háu herra.
Hvað um þetta vald og starf stjórnmálamannsins. Það hefur einnig breyst mikið með flóknara samfélagi. Valdið hefur einnig breyst, bæði í stjórnmálum og stórum fyrirtækjum. Þetta vald er í dag óbeynt. Hver sem vill breyta einhverju verður að vinna með öðrum. Stjórnmál í dag eru ekki spurning um valdboð, heldur samvinnu, fá aðra til að vinna með þér. Í mörgum skilningi má líkja þessu við að labba með lóð á löppunum. Allar breytingar taka tíma og það er örugglega alveg eins gott.
Hafa menn svo dæmi sé tekið, séð einhverjar grundvallarbreytingar eftir að vinstri stjórn tók hér við. Svari hver fyrir sig, en einhver gæti haldið því fram að þetta sé, sami grautur í sömu skál.
Það er sannarlega í gangi ákveðið tregðulögmál í stjórnmálum og þjóðfélagsbreytingum. Skyldi það vera svo að einmitt þessi staðreynd, kalli á öfgafull viðhorf, að öfgahópar fái byr, eina ráðið sé að bylta kerfinu, hitt tekur of langan tíma?
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón því miður óttast ég að ungt fólk laðist ekki að pólitíkinni eftir hrun. Fólk vill lýðræði, fólk vill heiðarleika og fólk vill að heildarhagsmunir séu settir ofan sérhagsumunum. Stjórnmálamennirnir hafa ekki svarað því kalli.
Sigurður Þorsteinsson, 2.11.2011 kl. 06:38
Ungt fólk sem ég tala við, segir að það tali mikið um stjórnmál. Að taka þátt virðist svo eitthvað annað. Það er nú samt verkefni dagsins að fá þetta unga fólk inn á sviðið. Umræðan þarf sína endurnýjun og jarðtengingu við líðandi stund. Við sem eldri erum, erum mögulega of bundnir af því gamla.!
Jón Atli Kristjánsson, 2.11.2011 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.