Með ásum og mönnum.

Ég var, mér til mikillar ánægju, að lesa með ungri vinkonu minni um norræna goðafræði,  þar sem koma fyrir m.a. Óðinn, Þór og einnig sá armi þrjótur Loki Laufeyjarson.
Æsir búa, samkvæmt goðafræðinni, í Ásgarði og þeir sem trúa á þá kallast ásatrúar. Ekki eru þau ágætu trúarbrögð í forgrunn þessara skrifa minna.
Ættfaðir ása og æðstur þeirra er Óðinn sem var sonur jötunsins Bestlu og risans Bors. Óðinn og bræður hans Vilji og Vé, sköpuðu heiminn úr líkama jötunsins Ýmis sem þeir drápu. Síðar sköpuðu þeir mennina úr viði Emblu og Asks. Aðrir mikilvægir æsir eru meðal annarra þrumuguðinn Þór (en hann var mest dýrkaður á Íslandi fyrr á öldum), Baldurhinn bjarti, Týr guð hernaðar og bardaga, hinn hrekkvísi og klaufski Loki (sem má reyndar deila um hvort hafi verið ás eða ekki), Frigg kona Óðins og Iðunn sem gætti eplanna sem héldu goðunum ungum
Þetta eru ævintýrasögur og hafa til að bera flest það sem prýðir góða sögu, hið góða og hið illa, sterkar persónur, ástir og dularfulla hluti. Þarna var karlmennskuhugmyndin í algleymingi, sterkir gaurar, aflraunamenn, jöfnar.
Enginn þarf að óttast dauðann ef hann trúir sögunum, því í Ásgarði gerðu menn það sem þeim fannst skemmtilegast, börðust, en þeir sem féllu, stóðu allir upp aftur og fóru fyrst í hádegismat og svo kvöldmat.  Þar var borðaður góður matur og bjór og vín, eins og hver vildi. Þetta var svona í ætt við útrásartímann.
Margir voru rammgöldróttir og fátt var sem sýndist.  Hér kom Loki oft við sögu,       
Loki er fríður og fagur sýnum, illur í skaplyndi, mjög fjölbreytinn að háttum. Hann hafði þá speki umfram aðra menn er slægð heitir og vélar til allra hluta. Hann kom ásum jafnan í fullt vandræði, og oft leysti hann þá með vélræðum.
Norræn goðafræði lýsti heimi goðanna og heimssýn þess tíma. Eins og við allan sögulestur, kemur okkar tími upp í hugann. Það vildu sjálfsagt margir eiga ungdóms- epli, eins og  Frigg og Iðunn réðu yfir. Spurning hvort þau væru seld í Bónus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stórmerkilegt, stórmerkilegt. Í nokkurn tíma hef ég verið að lesa og skrifa um efni sem ég skrifaði eitt sinn um en það er siðblinda. Afar áhugavert, ekki síst í ljósi hrunsins en þetta er líka áhugavert í ljósi goðafræðinnar.

Þessi Loki gæti auðveldlega komist í bæjarstjórnir sveitarfélaganna. Hann skellti sér þá þorrablót og léti til sín taka. Sé hann fyrir mér. 

Alveg ný sýn, auðvitað á allt sína sögu, við þurfum bara að læra af henni. 

Sigurður Þorsteinsson, 28.10.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband