26.10.2011 | 10:45
Atvinnusköpun í öllum löndum.
Sjórnmálamenn eru undir mikilli pressu að skapa ný störf í sínu landi, hvers lenskir sem þeir nú eru. Hvað leiðir og tæki hafa þeir til þess:
Á liðnum áratug hefur þetta verið í Asíu, Kína og Indlandi. Á litla Íslandi höfum við séð þessa þróun, þegar Actavis flytur aðalskrifstofur sínar og framleiðslu til Sviss. Ástæðan, betri staðsetning og aðgangur að sérhæfðu vinnuafli.
Kröfur um sífellt lægra vöruverð hefur m.a. stýrt þessari þróun. Það fyrirtæki sem ekki tekur þátt í þessari þróun, dæmir sig strax úr leik.
Fjármagnið er í þeirri stöðu að geta á þægilegan hátt, einfaldlega keypt álitlega vöru fundið ódýrastu, framleiðsluaðstöðu, vinnuafl, rannsóknir og dreifingu hvar sem er í heiminum. Fjárfestar, hluthafar og stjórnendur er í reynd nokk sama hvaðan hagnaður þeirra kemur, eða vinnuaflið sem þeir nota. Þeirra hagsmunir er að fyrirtækið gangi og hagnist.
Stjórnmálamenn eru hinsvegar í ákveðnum átthagafjötrum" . Kjósendur þeirra vilja að vinnan sé þar sem þeir eiga heima. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir stjórnendur Actavis, sem eru alíslenskir að flytja fyrirtækið af landi brott. Hagur hluthafanna varð samt að ganga fyrir, ættjarðarástinni.
Kostir okkar í þessu alþjóðlega umhverfi eru ekki sérlega flóknir. Sú atvinnustarfsemi sem byggist upp á Íslandi, hefur einhverja sérstaka tengingu við okkar land og auðlindir. Aðgang að orku, auðlindum, fiski, náttúru, vatni, sérstöku hugviti. Almenn framleiðslufyrirtæki verður ekki auðvelt fyrir okkur að halda í. Við höfum byggt hér upp stórmerkileg alþjóðleg fyrirtæki, en þegar þau stækka, fara þau. Stóru fréttirnar eru að það sem við höfum er alveg nóg fyrir okkur, ef við höldum rétt á okkar spilum
- Á ríkið að standa fyrir uppbyggingu atvinnustarfsemi eða fjárfestingum,
- Á ríkið aðeins að skapa grundvöll og skilyrði sem einkaframtakið byggir svo á,
- Á að hafa lága skatta, lítið ríkisapparat, en sem mest af ráðstöfunarfé í hendi einstaklinga og samtaka þeirra.
Á liðnum áratug hefur þetta verið í Asíu, Kína og Indlandi. Á litla Íslandi höfum við séð þessa þróun, þegar Actavis flytur aðalskrifstofur sínar og framleiðslu til Sviss. Ástæðan, betri staðsetning og aðgangur að sérhæfðu vinnuafli.
Kröfur um sífellt lægra vöruverð hefur m.a. stýrt þessari þróun. Það fyrirtæki sem ekki tekur þátt í þessari þróun, dæmir sig strax úr leik.
Fjármagnið er í þeirri stöðu að geta á þægilegan hátt, einfaldlega keypt álitlega vöru fundið ódýrastu, framleiðsluaðstöðu, vinnuafl, rannsóknir og dreifingu hvar sem er í heiminum. Fjárfestar, hluthafar og stjórnendur er í reynd nokk sama hvaðan hagnaður þeirra kemur, eða vinnuaflið sem þeir nota. Þeirra hagsmunir er að fyrirtækið gangi og hagnist.
Stjórnmálamenn eru hinsvegar í ákveðnum átthagafjötrum" . Kjósendur þeirra vilja að vinnan sé þar sem þeir eiga heima. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir stjórnendur Actavis, sem eru alíslenskir að flytja fyrirtækið af landi brott. Hagur hluthafanna varð samt að ganga fyrir, ættjarðarástinni.
Kostir okkar í þessu alþjóðlega umhverfi eru ekki sérlega flóknir. Sú atvinnustarfsemi sem byggist upp á Íslandi, hefur einhverja sérstaka tengingu við okkar land og auðlindir. Aðgang að orku, auðlindum, fiski, náttúru, vatni, sérstöku hugviti. Almenn framleiðslufyrirtæki verður ekki auðvelt fyrir okkur að halda í. Við höfum byggt hér upp stórmerkileg alþjóðleg fyrirtæki, en þegar þau stækka, fara þau. Stóru fréttirnar eru að það sem við höfum er alveg nóg fyrir okkur, ef við höldum rétt á okkar spilum
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.