24.10.2011 | 20:48
Hugleiðingar um þjóðfélagsumræðuna.
Ég hef lengi fylgst með þjóðfélagsumræðunni. Einhvern vegin finnst mér magn umræðunnar hafa aukist.
Fjöldi einstaklinga tjáir sig í ræðu og riti, segir sína skoðun. Hið besta mál, en ég legg sérstaklega við hlustir ef einhver segir frá rannsóknum sínum og niðurstöðum þeirra. Finnst það gefa umræðunni eitthvað nýtt og hafa meira vægi, en eins manns álit.
Mér finnst vandi okkar hafa verið vel rannsakaður og hann hefur verið greindur fram og aftur. Það sem vantar er að þessi lærdómur sé settur í eitthvað samhengi við líðandi stund og stuðli að uppbyggilegri framtíðarsýn.
Þetta er ekki auðvelt. Þau átök sem fara fram um stefnu okkar þjóðar fyrir næstu ár, er lituð af fyrri reynslu, eins og sögumanni hentar best. Reynsla er sem sé ekki einhlít eða óumdeild. Inn í þetta kemur einnig að vegna þess glundroða sem skapaðist vilja allir stjórna, ég veit best.
Reynsla s.l. 10 ára var að of fáir réðu. Valdið var í fámennum hópi, sem sagði við hina, við höfum fullkomna stjórn á þessu látið okkur um þetta. Í öllum bænum verið ekki að tefja okkur með einhverju reglugerðarfargani og skriffinnsku. Lifi hinn frjálsi markaður.
Ef það réður of fáir áður, þá er reynsla okkar sú að nú ráða of margir. Erum við mögulega að tala úr okkur allan mátt þ.e. við fáum enga niðurstöðu í málin. Kostirnir í stöðunni eru:
Við erum mjög upptekin af því að vandi dagsins í dag, sé svo sérstakur og erfiður. Við gleymum auðveldlega sögunni. Óeyrðir hafa áður verið á Íslandi, eggjum og grjóti kastað. Við höfum komist í gegnum þetta allt. Við verðum í öllu sem við gerum að trúa á framtíðina og það að við getum sem sjálfstæð þjóð leyst okkar mál.
Fjöldi einstaklinga tjáir sig í ræðu og riti, segir sína skoðun. Hið besta mál, en ég legg sérstaklega við hlustir ef einhver segir frá rannsóknum sínum og niðurstöðum þeirra. Finnst það gefa umræðunni eitthvað nýtt og hafa meira vægi, en eins manns álit.
Mér finnst vandi okkar hafa verið vel rannsakaður og hann hefur verið greindur fram og aftur. Það sem vantar er að þessi lærdómur sé settur í eitthvað samhengi við líðandi stund og stuðli að uppbyggilegri framtíðarsýn.
Þetta er ekki auðvelt. Þau átök sem fara fram um stefnu okkar þjóðar fyrir næstu ár, er lituð af fyrri reynslu, eins og sögumanni hentar best. Reynsla er sem sé ekki einhlít eða óumdeild. Inn í þetta kemur einnig að vegna þess glundroða sem skapaðist vilja allir stjórna, ég veit best.
Reynsla s.l. 10 ára var að of fáir réðu. Valdið var í fámennum hópi, sem sagði við hina, við höfum fullkomna stjórn á þessu látið okkur um þetta. Í öllum bænum verið ekki að tefja okkur með einhverju reglugerðarfargani og skriffinnsku. Lifi hinn frjálsi markaður.
Ef það réður of fáir áður, þá er reynsla okkar sú að nú ráða of margir. Erum við mögulega að tala úr okkur allan mátt þ.e. við fáum enga niðurstöðu í málin. Kostirnir í stöðunni eru:
- Áframhaldandi fulltrúalýðræði, aðferð sem víðast er notuð,
- Beint lýðræði, m.a. notað í Sviss.
Við erum mjög upptekin af því að vandi dagsins í dag, sé svo sérstakur og erfiður. Við gleymum auðveldlega sögunni. Óeyrðir hafa áður verið á Íslandi, eggjum og grjóti kastað. Við höfum komist í gegnum þetta allt. Við verðum í öllu sem við gerum að trúa á framtíðina og það að við getum sem sjálfstæð þjóð leyst okkar mál.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veitir af jákvæðri hugsun og að bera von í brjósti um að þetta lagist allt með tíð og tíma. Eitt er víst að afleiðingar hrunsins eru að koma fram hægt og sígandi og neyð margra eykst í samræmi við það. Það liggur í augum uppi að stjórnaraðferðir þurfi að breytast, en einhvern veginn bíður maður ennþá eftir "einhverjum" sem leiðir þessar breytingar í gegn. Við höfum alla burði sem þjóð, að leysa þessi mál, okkur vantar nýja sýn og kraftinn til að framkvæma. En ég reyni að vera jákvæð og bjartsýn, legg mitt af mörkum en bíð jafnframt eftir breytingum, já eiginlega að fólk hætti að tala og fari að gera :)
Kolbrún Vala Jónsdóttir, 24.10.2011 kl. 21:35
Mjög skynsamlegt mælt, ábyrgt og um leið jákvætt. Ég held að allir verði að hugsa, hvað get ég gert. Hver og einn getur gert mikið og saman flytjum við fjöll. Máttur viljans er ótrúlega mikill, ef við viljum ekki, gerist ekkert. Það virðist vanta von og tiltrú á framtíðina. Ef þeim fjölgar sem hugsa jákvætt, mun þetta allt breytast af sjálfu sér.
Jón Atli Kristjánsson, 25.10.2011 kl. 11:50
Villan sem var gerð átti upptök sín í einkavæðingu bankanna. Það mátti aldrei leyfa bönkum að starfa bæði sem viðskipta og fjárfestingarbankar. Það er haldið áfram að gera þessa vitleysu. MP banki er að kaupa rekstrarfélag, áður var að vona að hann færi ekki líka í gryfjuna. Hinir bankarnir eru bara spillingardíki allir saman. það veit enginn neitt hverjir stjórna þá né eiga. þaðð er verra en það var áður. Hagstjórnin með vaxtahækkunum Seðlabanla var svo bíbí vitlaus að hún varð hvatinn að hruninu og þeim gjaldeyrishöftum sem við búum við í dag. Þetta er bara að versna Jon. Það eru varla til ÍSlendingar sem hafa þroska til að vera bankamenn. Þú tekur ekki eitthvert fífl af götunni eins og varð hér í vissum bönkum og segir þið eigið að vera bankastjórar. Menn verða að hafa einhvern kúltúr, sem fæst aðeins með uppeldi til þess að geta verið bankastjórar. Til þessa hafa flestir okkar bankastjórar verið hrein fífl sem voru alls ófærir um bankastjórn. Berðu þessa gutta saman við bankaættir í Sviss.
Halldór Jónsson, 25.10.2011 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.