Alla rafmagnskapla í jörð innan borgar og bæjarmarka.

Deila Landsnets og sveitarstjórnar Voga hefur enn einu sinni lyft upp á borðið deilum um loft eða jarðlínur fyrir rafmagn í eða í námunda við byggð.
Nú er það svo að inni í bæjum og borg eru flestar rafmagnslínur grafnar í jörð. Þeir sem séð hafa allt rafmagn í loftlínum í erlendum stórborgum t.d. í henni ameríku, kunna að meta þetta vinnulag hér,  í staða sjónmengunar ef notaðar eru loftlínur.
Deilan byrjar þegar komið er út á jaðar byggðarinnar og hvað telst borgar- og bæjarmörk í skilningi rafmagnsflutninga.  Sérstaklega á þetta við ef um er að ræða til stórnotenda eins og t.d. í Helguvík.
Ég sé það fyrir mér, að draga á einhverskonar hring t.d. um suðvesturhorn landsins,  og innan þessa hrings eigi allir rafmangsflutningar að vera í jörð. Megin rök mín eru tengd umhverfismálum, þ.e. sjónmengun og heilbrigðismálum.
Mér eru mjög vel kunn kostnaðarleg rök fyrir því að þetta sé dýrt og ekki hægt. Ef satt skal segja gef ég ekki mikið fyrir þessi rök, tel þetta vera samsfélagslega spurning og kostnað innan marka.  Að þetta sé einfaldlega hluti af verksviði, orkuflytjandans.
Hugsandi á þessum nótum, þarf að endurhugsa og endurskipuleggja öll þau leiðslukerfi sem nú eru grafin í jörðu.  Koma þarf upp stórum stokkum í jörðu þar sem margskonar leiðslur eru lagðar. Í Róm kann þetta að vera flókið, en í okkar ungu borg og bæjum er þetta vel leysanlegt. Ég minni t.d. á hvernig frárennslismál voru leyst hér á höfuðborgarsvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband