20.10.2011 | 08:58
Afskriftir lána og lýðskrum.
Eftir hrun fengu nýju bankarnir í arf mikið af skuldsettum fyrirtækjum, þar sem augljóslega mikið af lánum voru töpuð. Það varð hinsvegar að ganga frá þessum fyrirtækjum- eignarhaldsfélögum, þau voru mörg gjaldþrota, búskiptu þurfti að klára samkvæmt lögum. Töpuð útlán hjá þessum fyrirtækjum var ekki endilega tap nýju bankanna, heldur mál gömlu bankanna forvera þeirra.
Eitt umrætt mál þessa dagana er mál Kjalars. Þar lýkur málinu með samkomulag og því að bankinn tekur einu eignina í félag upp í skuldir sínar. Kjalar hafði á sínum tíma verið stöndugt fyrirtæki og stór hluthafi í Kaupþingi. Við gjaldþrot þess banka þurrkaðist út sú aðaleign félagsins. Þegar bankinn hafði yfirtekið einu eignina í félaginu hlutabréf í Granda h.f., stóðu útaf lán að upphæð 64 milljarðar, lán sem augljóslega voru töpuð. Þessi lán verða því afskrifuð, sem töpuð.
Nú hefst hinsvegar mikil lýðskrums umræða og hefur reyndar staðið um nokkra hríð. Hún snýst um það að þessu félagi og öðrum hafi með einhverjum hætti verið ívilnað, eða því gefnir þessir umræddu milljarðar. Hefði eigandi þessara lána, hver sem hann er, haft einhverja minnstu möguleika að innheimta þau, hefði það verið gert. Staðreyndin var að hann gat ekkert gert, þau voru einfaldlega töpuð. Eigandi lánsins var ekki að gera neitt góðverk á Kjalari, hann var einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir og laga sitt bókhald og bækur.
Lýðskrumurum þóknast hinsvegar að gera þessi mál tortryggileg. Þeir eru þar að spila á tilfinningar fólks, sem hefur orðið fyrir miklu tjóni og er reitt og hrætt yfir stöðu sinni. Látið er að því liggja að stóru kallarnir séu að fá eitthvað, sem það fær ekki, réttlæti auðvaldsins sé alltaf samt við sig. Þetta er ljótur leikur og ekki uppbyggilegur í stöðu okkar í dag.
Eitt umrætt mál þessa dagana er mál Kjalars. Þar lýkur málinu með samkomulag og því að bankinn tekur einu eignina í félag upp í skuldir sínar. Kjalar hafði á sínum tíma verið stöndugt fyrirtæki og stór hluthafi í Kaupþingi. Við gjaldþrot þess banka þurrkaðist út sú aðaleign félagsins. Þegar bankinn hafði yfirtekið einu eignina í félaginu hlutabréf í Granda h.f., stóðu útaf lán að upphæð 64 milljarðar, lán sem augljóslega voru töpuð. Þessi lán verða því afskrifuð, sem töpuð.
Nú hefst hinsvegar mikil lýðskrums umræða og hefur reyndar staðið um nokkra hríð. Hún snýst um það að þessu félagi og öðrum hafi með einhverjum hætti verið ívilnað, eða því gefnir þessir umræddu milljarðar. Hefði eigandi þessara lána, hver sem hann er, haft einhverja minnstu möguleika að innheimta þau, hefði það verið gert. Staðreyndin var að hann gat ekkert gert, þau voru einfaldlega töpuð. Eigandi lánsins var ekki að gera neitt góðverk á Kjalari, hann var einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir og laga sitt bókhald og bækur.
Lýðskrumurum þóknast hinsvegar að gera þessi mál tortryggileg. Þeir eru þar að spila á tilfinningar fólks, sem hefur orðið fyrir miklu tjóni og er reitt og hrætt yfir stöðu sinni. Látið er að því liggja að stóru kallarnir séu að fá eitthvað, sem það fær ekki, réttlæti auðvaldsins sé alltaf samt við sig. Þetta er ljótur leikur og ekki uppbyggilegur í stöðu okkar í dag.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.