Ríkislögreglustjóri í harkinu.

Fyrir litla manninn er mjög gaman að fylgjast með því þegar stóru kallarnir takast á.  Þetta er eins og að horfa á þungalyftingamenn reyna sig, vitaandi það að ef maður sjálfur missti lítið lóð, af þessum ósköpum, á fótinn á sér myndi maður fótbrotna.
Ríkisendurskoðun hefur nefnilega dirfst að setja ofaní við embætti Ríkislögreglustjóra.  Málið hefur nú ratað á borð Innanríksráðuneytis og hlýtur eðli máls að vera þarf í höndum helstu ráðamanna.
Ekki ætla ég mér þá dul að reifa málið. Ríkislögreglustjóri heldur því fram að hann hafi engin innlend lög brotið og ekki heldur Evróps, samkvæmt sérstöku áliti þar um.  Ríkisendurskoðandi hafa auk þess farið reglugerðavillt. Einhvern vegin rifjaðist upp fyrir mér að Ríkislögreglustjóri hafi hér lært af Baugsmálinu, en þar voru allskonar erlendir sérfræðingar  beðnir um álitsgerðir.
Í huga venjulegs fólks snýst þetta mál ekki um lögbrot eða ekki lögbrot. Umrædd innkaup voru falin aðilum „ skyldum „ lögreglunni og innkaupin voru brotin niður í pakka, sem ekki voru útboðsskyldir, samkvæmt reglugerð, sem kemur þessu máli auðvitað ekki við.
Þetta mál snýst því alfarið í huga fólks um siðferði en ekki lagaflækjur. Ríkislögreglustjóri gat leyst þetta mál með því að hringja í 2-3 aðila í innflutningsverslun og beðið þá að útvega þessa vöru og bera saman verð. Enginn hefði sagt orð.  Ríkislögreglustjóraembættið er ein af æðstu valdastofnunum laga og réttar. Til þessa embættis eru því gerðar ríkar kröfur, lagalegar og siðferðislega, eitthvað sem embættið verður að virða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég ætla að leyfa mér að efast um að Ríkisendurskoðandi fari með rangt mál. Ef svo væri er hann í vondum málum. Það sem hefur komið í fréttum um þetta mál, m.a. að nokkur viðskipti hafi átt sér stað með lágmarksupphæð, virkar afar ótrúverðugt fyrir Ríkislögreglustjóraembættið. Ef ágreiningur er um þetta mál ætti að setja saman óháða nefnd fagaðila og ef Ríkislögreglustjóri hefur enn rangt fyrir sér, sé ég ekki að honum sé stætt. Það er eitt að gera mistök, og annað að verja slíkt með þessari ákefð. 

Sigurður Þorsteinsson, 19.10.2011 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband