Pólitísk vegagerð.

Á forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins 15. Október s.l. er rætt um arðsemi Vaðlaheiðarganga.  Vegamálastjóri segir m.a. „ menn hafa verið að leika sér að því að reikna þetta hér ( vegagerðinni ) og fá það út að þetta geti aldrei staðið undir sér."  Fyrir liggur að göngin eiga alfarið að fjármagnast með veggjöldum  þar með talinn vaxtakostnaður, segir í blaðinu.
Hér er byrjaður skollaleikur, sem þeir sem komnir eru til vits og ára, þekkja vel. Leikurinn snýst m.a. um:
  • Endalausa útreikninga um arðsemi til að réttlæta eitthvað sem ekki er hægt að réttlæta,
  • Framkvæmdin sem um ræðir er „ pólitísk vegagerð „ hún er tekin fram fyrir í eðlilegri röðun framkvæmda, hún er og verður greidd niður af öllum skattborgurum landsins. Ef þetta væri öðruvísi væri þetta aldrei gert,
  • Framkvæmdinni er komið í gegnum kerfið með blekkingum og svikum, það verður aldrei króna innheimt í Vaðlaheiðargöngum með veggjöldum.
Væri nú ekki gaman og upplýsandi að draga fram útreikninga um Héðinsfjarargögn og reikna allt út frá rauntölum. Ég skil hinsvegar vel að enginn vilji gera það, göngin eru komin, þau þjóna því fólki sem þarna býr.  Allt plottið gekk upp, þeir einu sem hafa „ skaðast „ eru skattborgararnir, og þeir sem hefðu með réttu átt að fá sínar vegabætur á undan þessu mannvirki.
Pólitísk vegagerð er og verður íþrótt sem hér verður áfram stunduð. Vinir okkar á Færeyjum þekkja þessa íþrótt vel.  Hún snýst um að sá sem nýtur gæða borgar ekki fyrir, reikningurinn er sendur einhverjum öðrum.  Það eru samantekin ráð að kalla þessa íþrótt ekki sínu rétta nafni, það kann að særa einhvern.  Það að allir vita um hvað þetta snýst, grefur hinsvegar undan réttlætiskennd, trúar á ráðamenn og samstöðu þjóðarinnar.  Næsta viðbót - breyta í arðsemisútreikninga plólitískrar vegagerðar er nefnilega, kostnaður þjóðfélagsins af minna siðferði og siðferðisvitund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri vinur, finn hjá mér þörf á að skamma þig dálítið. Núna skrifar þú eins og þröngsýnn krati, sem ég veit að þú ert ekki.

Finnst þér virkilega að samgöngubætur á landsbyggðinni eigi ekki rétt á sér? Þjóna þau aðeins fólkinu sem býr í nágrenni við þær?

Sé svo er hægt að reikna út að ekki borgi sig að bjóða upp á varanlegt slitlag á þjóðvegum nema á suðvesturhorninu og ef til vill í nágrenni helstu þéttbýlisstaða. Annars stað þyrftum við að aka á möl. Einbreiðar brýr þyrftu að duga og sums staðar hefðum við átt að láta okkur nægja vöð yfir ár. Og mokstur á þjóðvegum yrði aðeins á suðvesturhorninu þar sem eiginlega er hætt að snjóa ...

Héðinsfjarðargöng eru mikið og þarft mannvirki. Þau gerðu það að verkum að Ólafsfjörður og Siglufjörður gátu sameinast í eitt sveitarfélag. Ferðaþjónustan á báðum stöðum hefur blómstrað síðan göngin komu. Ekki bjóða upp á þann talnaleik sem sumir misvitrir fræðingar gera að deila fjölda íbúa í fjárfestinguna.

Ísland er einfaldlega eitt samfélag. Það þurfa hagfræðingar, viðskiptafræðingar og aðrir Excel-unnendur að skilja. Í þessu felst að samfélag vinnur sem ein heild að þeim verkum sem til framfara horfa. Samgöngur eru hluti af þeim. Niðurlægjandi frasar eins og „pólitísk vegagerð“ sýnir aðeins hversu þröngsýnt fólk sem býr lágu póstnúmerunum getur verið.

Samfélagið í held sinni nýtur góðra samgöngubóta. Samfélagið í heild nýtur góðs heilbrigðis- og menntakerfis. Hver fær reikninginn fyrir menntun barna þinna og barnabarna? Hver greiðir fyrir sjúkrahúsvist þína ef þú verður svo óheppinn að þurfa að henni að halda?

Eigi íbúafjöldi að ráða samgöngubótum, hvar á að byrja? Eigum við að brjóta fjöldan niður í götur á höfuðborgarsvæðinu eða eigum við að taka samanlagða íbúafjöldann og láta hann ráða? Flestir myndu án efa velja síðari kostinn. Það er nákvæmlega það sem ég á við, notum íbúafjölda Íslands sem viðmiðun ef við erum að velta fyrir okkur samgöngubótum. Gerum við það ekki lendum við alltaf í pólitískum vandræðum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.10.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sigurður hefur að vissu leyti rétt fyrir sér varðandi það að stundum eiga samgöngubætur vissuleg rett á sér, án þess að fyrrifram sé hægt að reikna beina arðsemi af framkvæmdunum.

En með Vaðlaheiðargöngin þá hafa stjórnvöld beinlinis og margoft sagt að þau ætli ekki að svo stöddu að leggja nettó styrk í þetta verkefni, heldur aðeins lána og að lánsféð eigi að endurheimtast með veggjöldum.

Það er blekkingarleikur, að halda því fram að veggjöld um Vaðlaheiðargöng (sem kosta álíka og Hvalfjarðargöng) geti greitt fyrir göngin.

Skeggi Skaftason, 18.10.2011 kl. 10:48

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll Sigurður vinur minn, ferðamálafrömuður með meiru. Það þarf sannarlega að tukta okkur til þessa íhaldskurfa í 101. Vegagerð er nánast óendanlegt verkefni hér í okkar landi. Eitt er bygging veganna, annað viðhald og endalausar lagfræringar. Í vegaáætlun er þessu raðað upp í mikilvægisröð og alltof litlu fjármagni útteilt. Ef horft er eingöngu á slæma vegi á Vestfjörðum þarf að laga þá, og það gengur afar hægt finnst sumum. Ef þessari áætlun- forgangsröðun er ruglað er allt í skralli. Í hvert sinn sem fulltrúar vegagerðarinnar taka til máls er pirringur þeirra í garð allra sérhagsmunanna augljós. Þessum aðilum er það alveg fullljóst hvar skóinn kreppir. Við verðum að standa með þeim áætlunum sem gerðar eru, ég kalla það pólitíska vegagerð, þegar einhverjum sérverkefnum er þvingað fram fyrir röðina.  Það er svo efni í önnur skrif hvernig skipting vegafjár á að vera, ég er ekki alveg viss um að þér líki mín skoðun á því.

Bestu kveðjur,

Jón Atli Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 19:08

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, tók upp á því að gera samgönguáætlanir. Þær hafa dugað vel og jafnvel Kristján Möller reyndi að feta í fótspor hans. Veit ekkert hvað Ögmundur er að bardúsa í þeim efnum.

Nei, ég er ekki viss um að ég verði sáttur ef svo óheppilega vildi til að þú færir að vinna að samgönguáætlun, held nebbbnilega að þú sért fastur í þesssari vitleysu með íbúatöluna sem ég nefndi í fyrri athugasemd. Þakka þér svo fyrir að kalla mig „ferðamálafrömuð“. Fyrir hvað ég á heiðurinn skilinn veit ég ekki en betra er að skreyta sig með röngum titlum en öngum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.10.2011 kl. 21:43

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er margt satt og rétt sem þú segir Sigurður, en það verður þó ekki horft framhjá þeirri staðreynd að pólitík hefur oftar en ekki ráðið för þegar stórar vegaframkvæmdir eru ákveðnar.

Forgangsröðunin á auðvitað að vera af öryggisástæðum, fyrst og fremst. Siglufjarðargöng og Vaðlaheiðagöng eru hvoru tveggja þarfar og góðar framkvæmdir, en það er víða á Íslandi sem meiri þörf er á bótum. Siglufjarðargöngin voru forsenda sameiningar sveitafélaga á Tröllaskaga og vegna þeirra var ákveðið að Siglufjörður tilheyrði kjördæmi norðurlands eystra. Þegar verið var að taka þessa ákvörðun benntu margir, einkum Siglfirðingar, á að ódýrara og jafnvel betra væri að gera göng yfir í Fljótin og Siglufjörður látinn tilheyra norðurlendi vestra. Sú gangnagerð hefði verið mun ódýrari. Það er hægt að benda á margar ákvarðanir í vegamálum sem litast af pólitík.

Varðandi Vaðlaheiðagöng, sem munu leysa Víkurskarðið af, þá voru þau tekin fram fyrir aðrar vegbætur og fram fyrir vegaáætlun, vegna þess að þau áttu að borga sig upp sjálf. Auðvitað vita allir að það dæmi gengur ekki upp, umferðin er einfaldlega of lítil og stytting vegalengda ekki næg. Sumarumferðin mun áfram verða um Vikurskarðið ef gjald í gegnum göngin verður með þeim hætti að þau gætu borgað sig upp.

Það er hins vegar rétt hjá þér, við eigum ekki að horfa á næsta nágrenni við hverja framkvæmd, heldur landið allt í heild sinni. Einmitt með þeim rökum er hægt að gagnrýna Vaðlaheiðagöngi, það er svo víða annarsstaðar sem meiri þörf er fyrir bætur. Bætur til að minnka slysahættu og bætur til þess beinlínis að tengja svæði landsins saman. Nefni sem dæmi sunnanverða Vestfirði og Seyðisfjörð.

Ef hægt er að sýna fram á með óyggjandi hætti að Vaðlaheiðagöng muni borga sig upp er ekkert því til fyrirstöðu að leifa einkaaðilum að bora sig þar í gegn, en meðan einhver áhætta er á að þessi framkvæmd lendi á þjóðinni, að hluta eða öllu leyti, er erfitt að réttlæta þá leið.

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2011 kl. 08:23

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skynsamlega mælti, Gunnar. Vil bara fá að gera eina athugasemd. Það voru Siglfirðingar sjálfir sem lögðu megináherslu á að tengjast inn í Eyjafjörð. Þeir lögðu þunga áherslu á að fá göng til Ólafsfjarðar. Þetta var mjög skynsamlega hugsað hjá þeim og reynslan á eftir að sanna það enn betur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband