21.10.2011 | 08:25
Að hengja bakara fyrir smið.
Sumir kunna sögu þessa máltækis, eða eina útgáfu þess. Þannig var að í þorpinu hafði smiðurinn, sem vel að merkja var eini smiður þorpsins, framið glæp. Í þessu þorpi voru hinsvegar 2 bakarar. Nú var úr vöndum að ráða. Það var nú ekki efnilegt að hengja eina smiðinn, en þar sem bakararnir voru tveir, var annar þeirra hengdur í staðinn.
Þetta máltæki rifjast oft upp í mínum huga af ýmsu tilefni. Tökum nokkur dæmi af handahófi:
Þetta máltæki rifjast oft upp í mínum huga af ýmsu tilefni. Tökum nokkur dæmi af handahófi:
- Lán er samningur tveggja aðila. Lántakanda og lánveitanda. Lántakandi biður venjulega um lánið. Nú ber svo við að lántakendur síðustu ára bera hreint enga ábyrgð á lánum sínum, hafa verið blekktir af öllum,
- Í góðærinu var eyðsla þannig að enginn var morgundagurinn. Fólk skuldsetti sig úr hófi og það hlaut að koma að skuldadögum. Sér einhver sök hjá sér í þessu, nei þetta er allt öðrum að kenna, vondu bönkunum,
- Meðalstærð nýs íbúðarhúsnæðis á Íslandi hafi náð vissum hæðum. " Fullgerð einbýli stækkað um 83% á25 árum " Var einhver glóra í þessu, rekstur þessa húsnæðis, opinber gjöld, nýting. Auðvitað ekki. Þetta var auðvitað byggingaraðilum að kenna, eða hvað ?
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær færsla. Þetta með húsnæðið er slándi..Þegar við byggðum fyrst 1973 mátti húsið ekki vera "nema" 130 fm..Ætli margir hafi ekki talið 200 fermetrana hæfilega um og eftir aldamótin?
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.10.2011 kl. 08:50
Sú er líka raunin hér að það er nóg af skuldurum, lántakendum ,almenningi ,en bankarnir tiltölulega fáir.
Því er almenningur hengdur,eða öllu heldur sá hluti hans sem skuldar þótt hinir fáu bankar hafi í raun framið glæpinn.
Það má auðvitað deila á að hvernig margir skuldsettu sig úr hófi, en það gerðu þeir á þeim forsendum að geta greitt til baka.
Þær forsendur breyttust hjá mörgum vegna ógætilegrar framgöngu bankanna ,í sumum tilfellum hreinlega glæpsamlegra, bæði hér og á heimsvísu.
Ekki snúa staðreyndunum algjörlega við félagi!
Kristján H Theódórsson, 21.10.2011 kl. 11:34
Bara svona vegan athugasemdar Krisjáns hér fyrir ofan:
Af hverjur heldur þú að íbðuahúsnæði hafi hækkað svona gríðarlega á nokkurm árum? Jú það var vegna þess að fólk réð ekki við frelsið. Bankar buðu hærra lánshlutfall og fólki fannst það bara sjálfsagt að borga 4 til 6 milljonir yfir matsverð bara til að ná í ákveðna íbúð af því að bankinn var tilbúinn að lána.
Móðir mín býr í hverfi þar sem eru hús sem eru kannski 40 til 50 ára og var búið að gera flest öll upp fyrir svoan 15 til 20 árum. Eftir 2008 varð þetta hverfi vinsælt og hús hér seldust dýrum dómum. Fyrsta sem nær allir gerðu var að henda út góðum innréttingum, brjóta veggj öllum gólfefnum og tækjum og kaupa allt nýtt. Og svo var skipt um alla glugga, lóðinni breytt og allt þetta áður en fólk flutti inn
Það var talað um að algengt væri að fólk sem var að flytja færi með nærri alla búslóð sína í Sorpu og keypti allt nýtt inn í nýju Íbúðina áður en það flutti sjálft.
Svo gerðist það sem margir vöruðu við að gengið féll gríðarlega, verðbólga fór af stað og viðhverju bjóst fólk sem var búið að skuldsetja sig fyrir þessu öllu.
Og minni á að eignarbruni er ekki bara vegna verðbólgu heldur líka að íbúðaverð er hætt að hækka og hefur lækkar. Eignarhluti fólks var jú að myndast m.a. vegna óraunhæfrar verðhækkurna.
Síðan er rétt að minna fólk á að um 80% af íbúðlánum verðtryggðum var við Íbúiðalánsjóð og lífeyrissjoði en ekki banka. Menn tala alltaf eins og öll lán séu við banka.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2011 kl. 13:23
Magnús , það breytir ekki því að bankarnir voru stórir gerendur í að allt fór á versta veg. Abyrgðarleysi af þeirra hálfu gerði allavega illt verra. Komið hefur í ljós ð um marga vafasama gerninga þar á bæjum. Auðvitað getur fólk sem spilaði djarft nagað sig í handarbökin yfir vitleysunni!
En það sem fólk gat ekki vitað að þvert á fullyrðingar ráðamanna og Bankanna sjálfra, voru rottur komnar í lagnir fjármálakerfisins ,að hola innan bankana og jafnvel bótasjóði tryggingarfélaga undir sljóu eftirliti hins opinbera sem á sama tíma blessaði yfir allt og hreytti ónotum í þá sem vöruðu við!
Hverjum átti almenningur að trúa ? átti ekki að vera hægt að treysta okkar hæfu stjórnendum til að fara með rétt mál, fremur en einhverjum kverúlöntum, jafnvel dönskum!
Fólk auðvitað skuldar réttilega þau lán sem það tók með opnum augum, en spurningin er um þá ofurbyrði sem við bættist vegna hrunsins , sem var afleiðing brasks og ábyrgðarleysis fjármálastofnana um allan heim , bæði hér og annarsstaðar!
Er það endilega mátulegt á einhvern sem tekur lán á ákveðnum forsendum, að þurfa að borga það aftur til baka með álögum sem ekki voru í útreikningum um lánsforsendur?
Því eiga lífeyrissjóðir, þótt teljist okkar eign að hagnast á uppskrúfaðri vísitölu vegna hrunsins?
Er það mátulegt á lántakendur að þurfa að bera það líka, til að þeir sem höfðu allt sitt á þurru og jafnvel fengu gjafir úr ríkissjóði á kostnað okkar skattgreiðenda, fái nú örugglega óskertan, eða minna skertan lífeyri ?
Hinir, skuldaþrælarnir þurfa víst ekki á honum að halda hvort sem er , þeir munu ekki lifa svo lengi vegna oksins sem kreppan og hinir réttlátu telja að þeim beri sem refsing fyrir að voga sér að hafa hrifist með í dansinum kringum gullkálfinn , og stokkið á þá freistingu sem ábyrgðarlausir bankar engdu fyrir þá til að bjarga eigin skinni þegar þeim var ljóst að þeirra gróði var ein bóla í raun?
Kristján H Theódórsson, 21.10.2011 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.