Fleiri álver á Íslandi?

Rammaáætlun um orkunýtingu hefur sýnt okkur svart á hvítu, þá virkjanakosti sem við eigum. Áætlunin sýnir að orkan er takmörkuð auðlind. Hvernig við ætlum að nýta þá kosti sem við höfum, er því okkar brennandi spurning.
Rammaáætlun og vinnsla hennar ætti skilyrðislaust að bæta stöðu umhverfissinna, varðandi spurningar um virkjanir og virkjanakosti.  Í mínum huga eru þessi mál ekki spurning um pólitík eins flokks, það eru umhverfissinnar í öllum flokkum. Segjum að virkjanirnar séu ekki vandamálið, þá færist þunginn yfir á kaupanda orkunnar í hvaða starfsemi er hann.
Þegar rínt er þau rök sem við beitum varðandi það að laða erlendar fjárfestingar til landsins, er lágt orkuverð það sem selur. Orkan er og hefur verið okkar aðal söluvara. Stöðugleiki og mannauður, allt mikilvægir þættir, en margir aðrir bjóða sama og jafnvel betur.
Ekki fleiri álver á Íslandi er lína, sem á miklu fylgi að fagna, og það í öllum stjórnmálaflokkum. Rökin fyrir þessu eru mörg, en séð frá því sjónarmiði að orka er takmörkuð auðlind, er komið nóg í álverspottinn. Við verðum að trúa því að það séu fleiri fiskar í sjónum en álver. Finnum eitthvað annað fyrir rafmagnið okkar, fyrir framtíðina, fyrir börnin okkar.Enn hvað segja aðrir.
Sá sem er á móti fleiri álverum, þarf ekki að svara þessari spurningu með öðrum rökum en hér hafa verið nefnd. Það getur nefnilega verið að „ besti „ kaupandi raforku sé ekki enn komin fram á sjónarsviðið. Við megum ekki eyða öllum okkar trompum strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeim gengur illa að finna þetta eitthvað annað!

Annars er ég sammmála að hafa ekki öll eggin í sömu körfu og væri alveg dásamlegt að þetta eitthvað annað myndi poppa upp hér á skerinu. Þetta eitthað annað þarf að nota mikla orku, greiða mikið fyrir hana, vera umhverfisvænt, sem bætir loftslagið og stuðlar að kólnun loftslags til að koma til móts við hlýnunina sem við mennirnir stöndum fyrir, veita fullt af mönnum  og konum góð og skemmtileg vel borguð störf, skila til ríkisins meira en álver skilur eftir sig. Og það má ekki fara á hausinn eftir árið.

Ég hlakka til þegar að fyrirtækið Eitthvað annað ákveður að hefja starfsemi hér. Þá verð ég fyrstur til  að sækja um starf þar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir innlitið Rafn. Mín afstaða er, að það hefur ekki þótt búmannlegt, að geyma öll eggin í sömu körfunni. Nú er komin " kvóti " á orkuna, magnið er takmarkað, við getum svona tvöfaldað orkuframleiðsluna, eins og mál standa.  2-3 álver af stærri gerðinni ef allt fer í þann pott. Ég er aðeins að skerpa á þessum kostum.

Hvað annað, prjóna lopapeysur segja gárungar. Aðrir segja efnislega okkur liggur á og ekkert umhverfisvæl. Þú ferð mildari höndum um þessa spurningu og ég skil þig mjög vel.  Mér finnst nú vera að skjóta hér upp nýjum kostum, allavega er Landsvirkjun með ýmislegt á sínu borði.

Jón Atli Kristjánsson, 17.10.2011 kl. 13:48

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það væri mjög áhugavert að skoða hvað sé upp á borðum. Álver má ekki vera trúaratriði. Ég vil skoða alla möguleika sem til greina koma og síðan ber að velja.

Sigurður Þorsteinsson, 17.10.2011 kl. 20:54

4 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Það sem gleymist er að vandamálið er ekki að við séum ekki að fá tekjur inní þjóðarbúið.

Við erum í skuldavanda og það að auka skuldir okkar, sem við sannnaleg þyrftum að gera til að geta virkjað, þykir ekki góð hagfræði á mínu heimili.

Mér sýnist á fréttum að Alcoa fannst verðið of hátt. sem þýðir á mannamáli að orkan sem fæst með jarðvarma virkjun er dýrari en menn ætluðu.  Bara þess vegna þarf "eitthvað annað" sem ræður við að versla þessa orku.

Það eru ýmsar leiðir til að nýta orku, ef menn halda að eina leiðinn sé að selja raforku til álvera, þá finnst mér nú illa farið fyrir íslensku þjóðinni.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 17.10.2011 kl. 23:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meira að segja eru sumir virkjanakostirnir sem flokkaðir eru sem orkunýtingarkostir í frumvarpinu um Rammaáætlun ekki boðlegir vegna þess að þeir standast hvorki kröfur um sjálfbæra þróun né endurnýjanlega orku. 

En þetta er það sem getur selt orku nema haldið sé áfram að ljúga að okkur og öllum öðrum eins og gert hefur verið.

Samkvæmt skilgreiningu vísindamanna eins og Ólafs Flóvenz og Guðna Axelssonar eru Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjun samanlagt að öllum líkindum þegar orðnar of stórar, þ. e., að svæðið endist ekki nema takmarkað af því að þess hefur ekki verið gætt að fara nógu varlega.

Virkjun í Eldvörpum nýtir orku úr Svartsengishólfinu og felur því aðeins í sér örvæningarráð til að auka orkuna tímabundið en klára hana þeim mun fyrr.

Til þess að sjá fyrirbæri á borð við Eldvörp verður að fara alla leið austur að Lakagígum. Að eyðileggja svona náttúruperlu sem er rétt við alþjoðaflugvöll fyrir "skómiguvirkjun" er algerlega galið.

Ég vísa til bloggs míns um Bjarnarflagsvirkjun hvað þá virkjun snertir.  

Ómar Ragnarsson, 18.10.2011 kl. 00:04

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Norðmenn hafa ákveðið að finna, vinna og selja ekki meiri olíu fyrr en bílum hefur verið útrýmt.

Við gætum virkjað og notað orkuna til að dæla vatninu aftur upp á fjöll. Þá værum við sjálfbær.

Við gætum líka í staðinn fyrir álver flutt inn sorp frá Austur-Þýskalandi og brennt því eins og Danir gera en þó sýnt hér meiri snilligáfu og dælt fallvötnum ofan í skorsteinana til að slökkva eldinn um leið og hann kviknar til að brenna sorpinu. Þetta yrði eins konar keðjuverkun. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2011 kl. 01:32

7 Smámynd: Björn Emilsson

Meir en 40 áverum í State of Washington hefur verið lokað. Aðeins einu var hlíft, ekki vitað hve lengi. WA State er þó einhver mesti notandi áls, ma til framleiðslu á Boeing flugvélum.  Þrátt fyrir stórframleiðslu á flugvélum svo  og hugbúnaðarkerfi  Microsoft, og vísinda Swedish Hospital og annarra stórfyrirtækja, er landbúnaðurinn  megin atvinnuvegurinn Ma þar nefna  Vínframleiðslu, grænmetsrækt , tómatarækt ofl. Ekki má gleyma kartöflunum og öðru góðgætii.   Er ekki tími til kominn að huga að einhverju skemmtilegra heldur en reykspúandi mengandi álverum í eigu útlendinga.

Björn Emilsson, 18.10.2011 kl. 03:22

8 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Þakka innlitið heiðursmenn. ( engar konur ) Góðar umræður. Þegar forráðmenn Landsvirkjunar tjá sig finnst mér sjónarmið " fleiri kosta " vera til staðar. Þetta leiðandi fyrirtæki í okkar orkuöflun og sölu mun fá þessa kosti á sitt borð, og hafa mikið um úrvinnsluna að segja.

Orkan er ein af okkar stóru auðlindum, við veðrum að spila rétt úr þeim spilum sem við höfum.

Jón Atli Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband