Þingkosningar í Póllandi.

Almennar þingkosningar fóru nýlega fram í Póllandi. Það þótti fréttnæmt að Donald Tusk forsætisráðherra er fyrsti forsætisráðherra í sögu Póllands til að vera lýðræðsilega endurkjörin en telja má víst að hann verði áfram forsætisráðherra í nýrri samsteypustjórn.
Það sem vakti athygli mína var kosningaþátttakan en hún var 47,7%.  Þátttakan í sömu kosningum 2007, var það hæsta sem hafði verið eða 53,9%.  Aðrar tölur um kosningaþátttöku í Póllandi frá 1960- 1995 tala um 51% meðaltal.
Til samaburðar er þátttaka í alþingiskosningum á Íslandi:

  • 2009 85,1%
  • 2007 83,6%

Þegar talað er um kosningaþátttöku er venjulega átt við þá sem kjósa, sem hlutfall af kjósendum á kjörskrá. Kosningaþátttaka hefur verið mikið rannsökuð. Mikil þátttaka þykir jákvæð, sýna áhuga og ánægju með ríkjandi þjóðskipulag.  Hér er þó ekki allt sem sýnist:

  • Við þekkjum hugtakið rússnesk kosning. Þegar þátttaka er mögulega nálagt 100%
  • Einræðisherrar sjá gjarnan til þess að kosningaþátttaka er góð,
  • Þrátt fyrir lágt hlutfall kjósenda geta kosningar gefið góða mynd af vilja hlutaðeigandi þjóðar, ef skipting kjósenda er dreifð, t.d. eftir aldri og stétt,
  • Margar þjóðir skylda kjósendur til að kjósa, að viðlögðum sektum, til að tryggja kosningaþátttöku.

Það eru margir pólverjar sem búa á Íslandi og fylgjast vel með sínu gamla heimalandi.  Gaman væri að heyra hvað þeir segja um slælega kosningaþátttöku og að fá skýringar þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband