Sjálfstætt ríki palestínumanna og UN.

Nýjasta útspil í deilum fyrir botni Miðjarðarhafsins, er beiðni Abbas um að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenni sjálfstætt ríki palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza. Þetta útspil er væntanlega til að reyna að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu og stöðnun, sem öll málefni þessa svæðis er í.


Íslensk stjórnvöld styðja þessa beiðni.Tillagan fær blendnar viðtökur, USA er á móti henni, svo og Ísrael og stjórn Hamas á Gaza. Mörg ríki hafa sýnt þessu velvilja og í ljósi þess að um 140 ríki hafa viðurkennt sjálfstæði palestínu, kemur það ekki á óvart.


Ekki ætla ég að halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur í þessum málum. Þó rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt.
Fyrst eftir stofnun Ísraelsríkis litu þarlend stjórnvöld á Ísland, sem sérstaka vinaþjóð. Var það sérstaklega vegna framgögnu fulltrúa Íslands hjá Sameinuðuþjóðunum sem stóð dyggileg við bakið á þessu nýja ríki. Í framhaldi komu Ísraelskir stjórnmálamenn til Íslands, eins og Golda Meir, og Ben Gurion, sem ég sá með eigin augum. Á þessum árum var Ísrael annt um sitt orðspor og hvað heimurinn hugsaði um þetta ríki.  Eitthvað sem er liðin tíð.
Í fyrsta sinn sem Nasser, þá forseti Egyptalands, kom fram á sjónarsviðið, breyttist öll myndin af svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafsins. Gjörsamlega nýtt sjónarmið kom fram, sjónarmið þess fólks, sem þarna bjó og hafði gert um aldir, löngu fyrir daga Ísraelsríkis.
Fyrir allt hugsandi fólk kom á daginn að gömul draumsýn stangaðist óþyrmilega á við raunveruleikanna. Stjónmála- og embættismenn höfðu búið til lausn sem hljómaði vel, þeir losnuðu mögulega við vanda, en færðu hann aðeins til, hver þurfti að hafa áhyggjur af einhverjum hirðingjum í eyðimörkinni, þeir flyttu sig bara eitthvað annað.
Allt gott fólk verður að trúa því að lausn sé mögulega á málum fyrir botni Miðjarðarhafs, þó flókin séu.  Fréttir eru eitt en raunveruleiki fólksins sem þarna býr er annar, og í mörgum tilfellum skelfilegur.  Ég held að eigi hér við, þegar vandinn er yfirþirmandi, að biðja guð að blessa þetta fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband