Um blogg - heima.

Ég á fljótlega eins ára afmæli sem bloggari. Telst til að ég hafi á þessum tíma skrifað um 250 pistla.  Er því ekki sérlega gamall í hettunni.
Ég hef glaðst einlæglega yfir öllum þeim heimsóknum sem ég fæ og þakka þeim sem láta svo lítið að koma með athugasemdir og innlegg  á síðuna. Ég hef verið svo heppinn að þetta er allt upp til hópa sómafólk, en bloggarar vita að það eru ýmsir kvistir á ferð í bloggheimum.
Til mín kom nemandi í háskól og ætlaði að skrifa ritgerð um blogg og bloggara. Spurningarnar sem hún var með þrýstu á mig um að svar nokkrum spurningum fyrir mig um mig sjálfan og mitt blogg.
Ég hef oft velt því fyrir mér að hverju lesendur bloggs eru helst að leita. Þegar maður spyr vini og vandamenn hvað þeir lesi, er svarið ekki ósjaldan:
1. Ég vel mér hóp bloggara, sem ég les reglulega. Mögulega annan hóp sem ég heimsæki við og við.  Framboð af bloggi er slíkt að ég verð að velja og hafna,
2. Ég les blogg til þess að fá tengingu við annað fólk og sjá hvað það er að hugsa og gera. Ég kanna einnig hvað er að gerast á Face-bókinni,
3. Fyrir mig er blogg viðbót í upplýsingaflóruna, þar eru ekki atvinnupennar á ferð, heldur venjulegt fólk. Flóran er margbreytileg og sama má segja um gæði.
Sú fallega kona sem heimsótti mig spurði spurninga eins og:
  • Hvers vegna ert þú að blogga og hvernig velur þú þér efni,
  • Hvaða markmiðum viltu ná með þessum skrifum, ertu að taka þátt í umræðunni, viltu með þessu vekja athygli á þér og einhverjum málefnum,
  • Hvað eyðir þú miklum tíma í þetta. Eru þetta í þínum huga félagleg samskipti og þá við þína bloggvini.
Allt voru þetta mjög skynsamlegar spurningar og fleiri bættust við. Allir alvöru bloggarar ættu að hafa svör við fyrrgreindum spurningum á hraðbergi og gera það vonandi.
Auðvitað reyndi ég að svar öllum spurningum eins og ég gat. Ég spurði hana á móti af hverju ég hefði lent í hennar úrtaki. Hún sagðist hafa gert lauslegt úrtak á bloggurum og sagði mér að mjög mikið af bloggurum, skrifuðu um fréttir og pólitik.  Þeir væru færri sem blogguðu um eitthvað persónulegt og efni frá eigin hjarta.
Mér fannst þetta athyglisverð niðurstaða hafði ekki gert mér grein fyrir þessu. Var að sjálfsögðu svolítið upp með mér að hún hefði valið mig úr hópi allra þeirra snillinga sem skrifa í bloggheimum.
Það er sjálfstagt svo að fréttatengda bloggið er mjög áberandi. Mögulega kalla tímarnir á þess háttar tjáningu, fólk er reitt og þarf að fá útrás, og til þess er blogg mjög þægileg aðferð.
Ég var mjög ánægður með fyrrgreint samtal og vangaveltur um bloggið mitt og blogg almennt. Þurfa ekki allir í þessum bransa að klípa sig í höndina og svar því hvað við erum að gera, með að riðja yfir þjóðina þessum skrifum okkar !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir bloggvináttuna..Þú skrifar góða pistla.

Kveðja úr Heiðarbæ í Stafneshverfi.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk Silla, mér finnst reglulega vænt um þessa færslu þína, ég er nefnilega sannfærður að hún kemur frá þínu góða hjarta. Best kveðjur í Heiðarbæ.

Jón Atli Kristjánsson, 13.10.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband