Framtíðar gjaldmiðill á Íslandi.

Á fundi sem sjálfstæðisfélög í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði héldu fyrir skömmu í Turninum í Kópavogi, fóru góðir fyrirlesarar yfir þá kosti sem eru í stöðunni, varðandi framtíðar mynt á Íslandi.  Efni þessara fyrirlestra verður ekki rakið hér, en ég nefni nokkur atriði.

  • Grundvöllur alls er öflugt atvinnulíf og ábyrg hagstjórn. Myntin er spegill þessara þátta. Þættir sem ekki eru í lagi í dag,
  • Fyrirlesarar dróu upp skýra mynd af þeim kostum sem eru í stöðunni. Til einföldunar er staðan þessi:

o Taka strax upp aðra mynt en krónuna, hvað svo sem gert verður til framtíðar,
o Halda áfram með krónuna, með þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir.

Framtíðar lögeyrir er og verður pólitíska ákvörðun, ekki síður en tæknileg.

Það var öllum ljóst sem hlýddu á þessa fyrirlestra að mikil þekking, bæði akademí­sk og reynsla annarra ríkja,  er til staðar á þessum málum. Málinu þarf nú að lyfta á borð stjórnmálamanna, sem hafa djörfung og dug til að taka á málum. Vegna mikilvægis þessara ákvörðunar mælir enginn með að hrapað sé að henni. 

Til einföldunar eru spurningarnar þessar:

  • Jafnvel þótt Ísland gangi í ESB, munu líða 7-10 ár þar til hægt væri að taka formlega upp Evru,
  • ESB aðild gæti þýtt að Evra væri tekin upp fyrr, sem einhverskonar sérmeðferð,
  • Gangi Ísland ekki í ESB, hvaða kostir eru þá til staðar,
  • Á að taka upp aðra mynt en Evru, eða tengjast annarri mynt og þá hvaða mynt,
  • Eigum við að halda okkar krónu, hætta að tala um annað og gera það sem þarf til að geta notað „ okkar krónu „

Hver á að leiða þessa umræðu, sem þarf að vera þverpólitísk, auglýst er eftir djörfum stjórnmálamönnum. Nægileg þekking er til staðar.

Seint verður nægilega áréttað að markmið þessarar umræðu er ábyrg hagstjórn og stöðugleiki.  Myntin skiptir þar máli og „ alvöru mynt „ þýðir að upp rakna margir þeir rembihnútar sem við berjumst við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Því ekki að hafa þjóðarathvæði um hvaða minnt ætti að nota. Persónulega myndi ég hallast að kanadadollar.

Eyjólfur G Svavarsson, 11.10.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kanadadalur gengur ekki því hann var dæmdur sem verandi ónýtur og of lítill gjaldmiðill til að standa einn af íslenskum sérfræðingum í efnahagsmálum þann 11. nóvember árið 1997.

Við gætum kannski tekið eitthvað upp á segulband í staðinn. Til dæmis umræðu sérfræðinga að sunnan um hina miklu kosti evru sem nú er að leggja efnahag 17 landa evrusvæðisins í rústir og þar að auki að leggja drögin að þjóðnýtingu bankakerfa þeirra.

Á þessi della aldrei að hætta, eða hvað?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2011 kl. 10:14

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Voru það ekki euro, sinnaðir aérfræðingar, hvaða gjaldmiðli mundi þér hugnast ef skipta ætti um? þú fyrirgefur forvitnina! Gunnar. Mér þætti Norska krónan einnig koma til greina.

Eyjólfur G Svavarsson, 11.10.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Eyjólfur

Myntmál eru óendanlega dýpra mál en þú líklega heldur. Íslenska krónan er stór hluti af fullveldi Íslands. Án eigin gjaldmiðils er svona þróað ríki eins og Ísland ekki mjög lífvænlegt til langframa og myndi með miklu öryggi verða fátækt og ófrelsi að bráð.  

Lönd sem taka upp gjaldmiðil annarra ríkja eru yfirleitt á nýlendustigi eða eru vanrþóðuð bæði efnahagslega, lýðræðislega og stjórnmálalega séð. Næst þegar þau taka upp nýjan gjaldmiðil þá er það undantekningarlaust þeirra eigin gjadlmiðill, því hann er það besta sem til er. Þegar það gerist þá munu þau sjaldan eða aldrei aftur getað tekið upp annan gjaldmiðil án þess samtímis að missa sjálfstæði og fullvedi sitt í leiðinni. Eins og við erum til dæmis vitni að á evrusvæði Evrópusambandsins um þessar mundir.  

Evruríkin eru búni að missa fullveldi og sjálfstæði sitt til frambúðar. Hvoru tveggja geta þau ekki endurheimt nema með herafli og líklegri styrjöld. Þau verða bara fylki í Bandaríkjum Evrópu sem eru bráð nauðsynelg til þess að myntin evra gangi upp.

Að missa fullveldi sitt í peningamálum er ekkert grín.

Ég hef engan áhuga á að láta fullveldi og sjálfstæði Íslands af hendi fyrir einn túkall. Og því síður hef ég áhuga á að taka upp fullveldi annrra ríkja í peningamálum á Íslandi. Fullveldi Íslands er mér dýrmætara en svo.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2011 kl. 14:08

5 identicon

En að taka upp soveska rúblu..??, skilst að það til hellingur af henni í geymslum í Rússlandi sem við gætum fengið gefins.

Nei svona í alvöru talað þessi umræða er alveg út í hött, taka upp þessa mynt og þessa mynt og það án þess að spyrja kóng eða prest, á þá ekkert að spyrja viðkomandi stjórnvöld hvort að við megum taka upp mynt þeirra..???.

Það eru 2 leiðir í þessu, ganga í EB og fá seðlabanka Evrópu til að bakka upp krónuna með sömu aðferð og hann bakkar upp dönsku krónuna, þ.e með nokkurskonar gengis tengingu og svo fulla upptöku evru þegar við verðum búinn að uppfylla Maastricht skilyrðin, sem ég tel vera það besta fyrir hinn ALMENNA borgara þessa lands. Hitt er að halda áfram að nota krónuna með þeim skelfilega kostnaði sem það myndi kosta hinn ALMENNA borgara þessa lands og þar sem LÍÚ gæti pantað reglulega gengisfellingu á, sér til hagsbóta og kvótaeigenda.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 15:44

6 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þessar heimsóknir allir saman.  Gaman að heyra frá þér Gunnar, hef fylgst lengi með þínum skrifum, sem eru afbragðsgóð og málefnaleg. Skoðanir þínar á ESB eru þjóðkunnar og þar hefur þú reynslu og þekkingu, eftir að hafa búið lengi á þessu svæði. Það eru fáir sem skrifa af meiri þekkingu um þessi mál en þú.

Umræða um krónuna okkar eða aðra kosti er mikilvæg og tímabær. Í þessari umræðu hefur verið lyft upp á borðið kostnaði okkar af því að hafa sjálfstæða mynt. Orri Hauksson, hefur bent á kostnað við gjaldeyrishöftin, Jón Steinsson og fleiri hafa einnig bent á aukinn kostnað. Það að færa umræðuna í tölur, er strax skref framávið. Afstaða atvinnulífsins til málsins er kunn. Mörg fyrirtæki hafa nú heimild til að gera upp reikninga sína í erlendri mynt. Fyrirtækin eru að bregðast við ástandi sem þau telja óviðunandi. Þessi umræða er ekki einföld, en bráðnauðsynleg.

Jón Atli Kristjánsson, 11.10.2011 kl. 18:01

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er ekkert að krónunni sem mynt, vandamálið liggur við stjórnun hennar, þar þarf að taka til ef á að losna við vandamál tengd gjaldmiðli.

Með því að skipta út gjaldmiðli þá tökum við bara upp galla annara stjórnenda.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.10.2011 kl. 18:08

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón Atli

Þjóðríkið getur aldrei orðið baggi á sjálfu sér. Umræðan um kosntað við mynt fullvalda ríkis er svona eins og umræðan um landsbyggðina og/eða Reykjavík. Þar getur þjóðfélag þjóðríkisins aldrei orðið baggi á sjálfu sér. Þú kannast örugglega við þessa umræðu sem Akureyringur. Hún er fáránleg. 

Því fleiri íslensk fyrirtæki sem gera upp rekstur sinn í erlendri mynt ætti jú að sýna okkur landvinninga íslenskra fyrirtækja, nútíma- og alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs og enn fremur sýna okkur hvernig stjórnvöld standa sig í skattamálum atvinnulífsins og skattasamningum við önnur ríki heimsins.

Um það bil 32 þúsund DÖNSK fyrirtæki færa daglegt bókhald sitt í erlendri mynt. Um er að ræða fyrirtæki sem starfrækja erlend dótturfélög í erlendri mynt eða stunda atvinnurekstur þar sem mestur hluti hans fer fram í erlendri mynt. Og hér er auðvitað átt við að annað hvort eða bæði tekjur og kostnaður þeirra séu að mestu leyti í erlendri mynt. Af þessum 32 þúsund fyrirtækjum landsins sem færa daglegt bókhald sitt í erlendri mynt og eru skattkýld í Danmörku, þá ganga um það bil 3-6 þúsund þeirra alla leið og skila skattauppgjöri sínu alfarið í erlendri mynt inn til danskra skattayfirvalda - sem virðast eiga eina reiknivél.

Betra er að mínu mati að eyða hitaeiningunum í umræðu um það sem liggur á bak við íslensku krónuna, sem er bæði sverð og skjöldur lýðveldis okkar undir áföllum og í sókn. 

Hægt er að velja á milli þess að gengi krónunnar falli við áföll eða hvort menn vilji að fullvalda ríki okkar hrynji í staðinn.

Höftin munu fara og þurfa að fara. En það þarf nýja ríkisstjórn til þess.

Minnumst þeirra manna sem byggðu upp velmegun Íslands byggðri á atvinnurekstri sínum í miklu verri aðstæðum en nú ríkja hérlendis í gjaldeyris- hafta- og peningamálum.

Enn fremur er alls óvíst tímar algerlega frjálsra fjármagnsflutnigna í heiminum komi nokkurn tíma að fullu leyti aftur eftir þessa Great Recession sem virðist vera að breytast í eitthvað enn verra en The Great Depression. Mér sýnist heimurinn verða að glíða inn í verndarham (protection mode).

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2011 kl. 18:27

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað kostar að hafa íslenska krónu? Kannski talsvert í svart/hvítri veröld.
Hvað kostar að kasta krónunni? Þúsund sinnum meira, og gott betur.

Innganga í ESB og upptaka evru myndi valda okkur meira tjóni í fyllingu tímans en bankahrunið og vinstri stjórnin samanlagt.

Haraldur Hansson, 11.10.2011 kl. 21:59

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála ykkur í því að ekki eigi að skipta um mynt, en ég gleimdi víst að setja ef" skipta ætti um gjaldeyrir, hvaða mynt mundi henta okkur best. kveðja Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 15.10.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband