Þitt nánasta umhverfi - sameiningar sveitarfélaga.

Flestu fólki er annt um umhverfi sitt.  Götuna sína, hverfið sitt, skólann sinn bæinn sinn- borgina sína.
Skipulagsmál og breytingar á þeim geta haft mikil áhrif á þetta umhverfi.  Stóra breyting sveitarstjórnarmála s.l. ár er sú að íbúarnir taka miklu virkari þátt í þessum málum en áður var.
Það er sannarlega hægt að gleðjast yfir mörgu á þessu sviði. Uppbyggingin í Kvosinni, við Lækjargötu og við Laugaveg, hefur tekist frábærlega vel. Sú merka stofnun minjavernd, hefur staðið að mörgum frá bærum verkefnum, sem ástæða er að þakka fyrir.
Jón Gnarr borgarstjóri hefur í nýlegu viðtali, varpað fram þeirri hugmynd að umtalsverð sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðingu eigi að verða. Nefnir hann sem fyrsta skref sameiningu Reykjavíkur og Kópavogs, tveggja samliggjandi sveitarfélaga.  Rökk hans fyrir þessu er mikill sparnaður, þó hann rökstyðji það ekki frekar.
Það má rifja það upp í þessu sambandi að í þessum sveitarfélögum voru sömu flokkar við völd um árabil. Hefði í sjálfu sér verið nærtækt að þessir aðilar ræddu sameiningu sem þá var á borðinu eins og annað. Um þetta efni voru ekki miklir kærleikar milli þessara aðila, þó pólitískir samherjar væru.  Kópavogsbúar minnst samskipta við Reykjavíkinga vegna lagnir hraðbrautar um Fossvogsdal, ákvöðrun sem átti að knýja í gegn, með valdi af ekki dygði annað til. Sjá menn ekki fyrir sér dalinn ef af þessu hefði orðið.
Það er alveg rétt hjá borgarstjóra að margt talar fyrir náinni samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.  Samkeppni þeirra t.d. um lóðaúthlutanir og atvinnurekstur hafa tekið á sig ankannalegar myndir og örugglega kostað mikið.
Ég held að samstarf sé ekki komið á neinn endapúnt og enn sé hægt að ná miklum árangri.  Borgarstjóri hefur hér örugglega verk að vinna og má hafa í huga gamla máltækið, nýir vendir sópa best.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband