7.10.2011 | 09:29
Að ráða í þjóðfélagsumræðuna - þrautin þyngri.
Í umræðum á Alþingi nú í upphafi þings eru að því er virðist tvær þjóðir í landinu. Sú bjartsýna ( 30% ) og sú bölsýna / óákveðna ( 70% )
Í máli rískisstjórnarinnar er allt á góðri leið, ótrúlegur árangur hefur náðs, eitthvað smávegir þó eftir, en stutt í að úr því rætist einnig. Þjóðin verði að standa saman og stjórnin fái að klára verkið. Stjórnarandstaðan segir allt í kalda koli, stjórnin eigi að pakka saman og fara, boða eigi til kosninga.
Sá sem hlustar á þessa umræðu í fyrsta skipti og veit ekkert annað en hann heyrir, hlýtur að vera í meira lagi ruglaður. Hvernig í ósköpunum er hægt að sjá hlutina með svona misjöfnu ljósi ! Er raunveruleiki þá ekki til og hverju á að trúa?
Væri nú ekki dásamlegt að hafa pólitíska þýðingavél, tæki eins og Google, sem þýddi ræður stjórnmálamanna m.t.t raunveruleikans og síðan á mannamál. Þetta væri sannarlega töfratæki á íslandi og mætti örugglega selja erlendis.
Vélin gæti t.d. ráðið í það hvenær já þýðir nei og hvenær einhver segir ósatt og hvað hann meinti. Oft hafa svona leiðbeiningar komið sér vel, virtur stjórnmálamaður var alltaf sagður ljúga ef hann tók af sér gleraugun og horfði yfir þingsalinn.
Þetta málefni - fyrirbrigði, þingræður og raunveruleikinn bárust í tal við konu sem heimsótti mig. Svar hennar var stutt, þetta er ekki umræða heldur leikrit !!
Í máli rískisstjórnarinnar er allt á góðri leið, ótrúlegur árangur hefur náðs, eitthvað smávegir þó eftir, en stutt í að úr því rætist einnig. Þjóðin verði að standa saman og stjórnin fái að klára verkið. Stjórnarandstaðan segir allt í kalda koli, stjórnin eigi að pakka saman og fara, boða eigi til kosninga.
Sá sem hlustar á þessa umræðu í fyrsta skipti og veit ekkert annað en hann heyrir, hlýtur að vera í meira lagi ruglaður. Hvernig í ósköpunum er hægt að sjá hlutina með svona misjöfnu ljósi ! Er raunveruleiki þá ekki til og hverju á að trúa?
Væri nú ekki dásamlegt að hafa pólitíska þýðingavél, tæki eins og Google, sem þýddi ræður stjórnmálamanna m.t.t raunveruleikans og síðan á mannamál. Þetta væri sannarlega töfratæki á íslandi og mætti örugglega selja erlendis.
Vélin gæti t.d. ráðið í það hvenær já þýðir nei og hvenær einhver segir ósatt og hvað hann meinti. Oft hafa svona leiðbeiningar komið sér vel, virtur stjórnmálamaður var alltaf sagður ljúga ef hann tók af sér gleraugun og horfði yfir þingsalinn.
Þetta málefni - fyrirbrigði, þingræður og raunveruleikinn bárust í tal við konu sem heimsótti mig. Svar hennar var stutt, þetta er ekki umræða heldur leikrit !!
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ fleiri kjósendur fylgja ekki flokkum eins og sauðir. Sumir kalla þetta lausafylgi. Þannig viðurkenna margir minna vina og kunningja sem eru í VG eða Samfylkingunni að frammistaðan sé óásættanleg. Aðrir kusu stjórnarflokkana, sérstaklega Samfylkinguna sem ætla ekki að gera það aftur.
Við þurfum sem þjóð að sameinast um leiðir til þess að byggja upp að nýju. Til þess að það gerist þarf að hætta þessum hallærislega leik.
Sigurður Þorsteinsson, 9.10.2011 kl. 20:05
Takk fyrir þetta innlegg. Ég er væntanlega einn um það að finnast stjórnmálaumræðan ruglingsleg. Flokksmenn hljóta að verða að gera þá kröfu til sín og annarra að koma fram með réttmæta gagnríni ef það er það sem viðkomandi er að hugsa. Eru fylgjendur stjórnarflokkanna svo hræddir við tæpt fylgi að þeir þora það ekki að tjá sig !
Jón Atli Kristjánsson, 10.10.2011 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.