Eru íslensku bankarnir alvörubankar?


Allir eru sammála um uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Sterkt atvinnulíf er forsenda svo margs sem við óskum okkur. Nú deila aðilar hinsvegar um það hvers vegna atvinnulífið rís ekki úr öskustónni.


Stór forsenda þessarar uppbyggingar eru sterkir bankar. Nú kann svo að virðast að við eigum í dag sterka banka, alla vega erum við upplýst um það að þeir séu fullir af peningum, og hagnist vel.
Minna er rætt um það að bankarnir okkar geta t.d. ekki opnað ábyrgðir erlendis, eru ekki teknir gildir sem alvöru bankar.  Hvers vegna ekki?  Ekkert einfalt svar er við þessari spurningu, þeim er einfaldlega ekki treyst. Reyndar eru á sveimi hinar ótrúlegustu sögur um okkur í fjármálaheiminum, sögur vanþekkingar og vitleysu. Hvernig væri nú að bankarnir færu nú í massíva ímyndar herferð erlendis og notuðu eitthvað af hagnaði sínum í það verkefni.

Það sannast á bönkunum að það er auðveldara að glata trausti en ávinna sér það. Þó þeir séu nýjir bankar, þá eru þeir reistir á rústum gjaldþrota banka, jafnvel með sama nafni. Gjaldþrotið hefur ekki gleymst allavega ekki öllum.  Gjaldeyrishöft gera þessa mynd ekki betri.
Viðskiptabanki sem ekki getur gengið í ábyrgðir fyrir viðskiptavini sína er ekki merkilegur banki.  Haldi einhver að þetta skipti ekki máli, er sá hinn sami á villigötum. Allt verður miklu dýrara fyrir viðskiptavininn.  Til að opna ábyrgð veðrur fyrirtækið að leita til erlends banka. Þar bjóðast ekki önnur kjör en þau að þú verður að leggja inn á reikning gjaldeyri, jafn háa upphæð og ábyrgjast á.  Vextir af þessu fé eru nánast engir.

Góðu fréttirnar eru að bönkunum og ýmsum hagsmunaaðilum hefur nú í sameiningu tekist að opna fyrir greiðslufallstryggingar. Mikilvægt skref, sem sýnir hvað hægt er að gera með stamstylltu átaki.


Hér þarf að finna leiðir og standa á tánum atvinnuuppbyggingarinnar vegna. Því verður ekki trúað að allir þeir snillingar sem vinna í fjármálaheiminum geti ekki leyst vanda sem annan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband