28.9.2011 | 08:01
Kjarabarátta lögreglunnar.
Ég er uppalinn í þeim anda að bera virðingu fyrir lögreglunni. Jón Benediktsson lögreglumaður á Akureyri var vinur pabba míns. Hann gekk um götur Akureyrar í flotta búningnum sínum og var það sem kallað er sýnilegur. Hvort hann var ánægður með launin sín veit ég ekki, allavega ræddi hann það ekki opinberlega. Ég er alveg viss um það hann hefði talið það skaða stöðu og virðingu síns embættis.
Í dag er kjarabarátta lögreglunnar fjölmiðlabarátta sem er reglulega heima í stofu borgaranna. Hún hlýtur að vera þar vegna þess að við eigum að taka afstöðu með okkar lögreglumönnum, gegn vondum köllum hjá ríkinu, sem ekki skilja starf lögreglumannsins. Lögreglumenn vilja ekki hlíta úrskurði kjaradóms, þó hann sé dómstóll kjaradeilna
Sjálft starf lögreglumannsins hefur einnig ratað heim í stofu til okkar. Þeir lýsa því hvað þeir mega þola í sínu starfi. Það er ekki falleg lýsing og ef ég ætti að ráða syni mínum eða dóttur um val á starfi, þá væri ekki starf lögreglumannsins efst á þeim lista.
Þannig er boðskapurinn sem ég fæ frá lögreglumönnum, þetta er skemmtilegt starf, og ef ég fæ meira borgað þá skal ég láta berja mig og lemja og kasta í mig málningu til að verja Alþingishúsið.
Ég vona svo sannarlega að sú staða komi ekki upp að enginn vilji sinna starfi lögreglumannsins. Ég veit líka að lögreglumenn njóta mikillar samúðar borgaranna í kjarabáráttu sinni.
Ég held hinsvegar að lögreglumenn hafa alveg misst tökin á kjarabaráttu sinni, ef þeir halda að áfram núverandi aðferðum sínum. Þeir ætla ekki að tala niður starf sitt, en gera það samt. Nýjar tölur um raunlaun þeirra segja aðra sögu en þeir vilja lýsa. Þeir verða að hlýta leikreglum samninga og þess kerfis sem um þau mál fjallar. Þeir eru einmitt þjónar kerfis laga og réttar og tak af eðlilegum ástæðum ekki léttilega á því ef við borgararnir brjótum lögin. Verða þeir þá ekki sjálfir að sýna gott fordæmi?
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég efa ekki að lögreglumenn finna fyrir minni kaupmætti, það gerir nánast öll þjóðin. Heilu starfstéttirnar búa ekki aðeins við samdrátt, heldur launahrun. Þúsundir hafa flúð land. Margir eru atvinnulausir og aðrir eru með 30-40% af þeim launum sem þeir höfðu áður. Þessir aðilar vinna líka mikilvæg störf. Í hugum margra eru laun nú lögreglumana hálaun.
Sigurður Þorsteinsson, 29.9.2011 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.