26.9.2011 | 08:13
Glæsileg sjávarútvegssýning í Kópavogi.
Ekki fer á milli mála að þessi sýning er alltaf stórviðburður í borgarlífinu. Á sýningunni og í öllu því upplýsingaefni sem dreift er þar, er að fá frábært yfirlit yfir stöðu þessarar greinar.
Það kemur vel fram að það er engin stöðnun í þessari grein. Um það má svo deila hvort þróunin gæti verið hraðari, ef allt umhverfi greinarinnar væri ekki í uppnámi.
Sjávarútvegssýningin færir einnig sjávarútveginn nær fólkinu. Almenningur sér á sýningunni um hvað þessi grein snýst. Þetta á ekki síst við um það að sjávarútvegur er atvinnugrein landsbyggðarinnar. Sýningin færir íbúum höfuðborgarsvæðisins þessa starfsemi á þeirra heimavöll og gerir hana þeim sýnilega.
Sjávarútvegssýningin er einnig fjölmennast fundur þeirra sem starfa á greininni. Kunningi minn sem er sjómaður sagði að það sem hann sæi best við sýninguna væri að hitta vini og kunningja og ræða sameiginleg áhugamál.
Mér finnst alltaf jafn gaman að því að upplifa þá grósku sem er í þessari grein. Tæki og tól er sífellt verið að bæta og breyta og nýjungar koma fram. Fyrir okkur sem munum eldri búnað er þetta ekkert minna en ævintýri.
Ég óska öllum sem að þessu stóðu til hamingju. Einnig þeim sem vinna við þessa grein óska ég alls hins besta. Þó ég sé aðeins ein rödd er ég hreykin af þeim dugnaði og staðfestu sem fólk í þessari grein sýnir.
Það kemur vel fram að það er engin stöðnun í þessari grein. Um það má svo deila hvort þróunin gæti verið hraðari, ef allt umhverfi greinarinnar væri ekki í uppnámi.
Sjávarútvegssýningin færir einnig sjávarútveginn nær fólkinu. Almenningur sér á sýningunni um hvað þessi grein snýst. Þetta á ekki síst við um það að sjávarútvegur er atvinnugrein landsbyggðarinnar. Sýningin færir íbúum höfuðborgarsvæðisins þessa starfsemi á þeirra heimavöll og gerir hana þeim sýnilega.
Sjávarútvegssýningin er einnig fjölmennast fundur þeirra sem starfa á greininni. Kunningi minn sem er sjómaður sagði að það sem hann sæi best við sýninguna væri að hitta vini og kunningja og ræða sameiginleg áhugamál.
Mér finnst alltaf jafn gaman að því að upplifa þá grósku sem er í þessari grein. Tæki og tól er sífellt verið að bæta og breyta og nýjungar koma fram. Fyrir okkur sem munum eldri búnað er þetta ekkert minna en ævintýri.
Ég óska öllum sem að þessu stóðu til hamingju. Einnig þeim sem vinna við þessa grein óska ég alls hins besta. Þó ég sé aðeins ein rödd er ég hreykin af þeim dugnaði og staðfestu sem fólk í þessari grein sýnir.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.