Drekasvæðið - lottóvinningur - eða raunveruleiki.

Þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í olíuleit hafa ekki farið varhluta af hækkandi tilkostnaði. Reyndar mótast allt í olíubransanum af miklum kostnaði. Að bora eina tilraunaholu á Drekasvæðinu kostar 5- 6 milljarða.  Til að finna olíu gæti þurft að bora nokkrar og þó fyndist olía þá er alveg óvisst að hún sé í vinnanlegu magni. Áhættan er því gífurlega.
Í olíumarkaðnum í dag er alls óvíst að nokkur taki slíka áhættu. Olíuleit í Norðursjó er mjög dýr og mjög erfitt að fá peninga  til leitar þar. Þó er það svæði vel þekkt.
Staðreyndin er að aðrir ódýrari kostir bjóðast til olíuvinnslu og á meðan það er, munu alvöru aðilar ekki koma inn á Drekasvæðið.
Eru þá einhverjir kostir  í stöðunni fyrir okkur:?
  • Bíða og vona að tíminn og olíverð vinnu með okkur. Spurning um 5-10 ár hið minnsta,
  • Ríkið stofni olíufélag, mögulega með öðrum fjárfestum. Tilgangur félagsins væri að komast lengra með vitneskju um svæðið,
  • Ríkið hefði forgöngu um samvinnu við Noreg, þar sem svæðum þjóðanna væri slegið saman og norðmenn sæu um rannsóknir. Íslendingar fengju einhvern um samin minni hlut af ábata,
  • Leitað væri að samstarfsaðila um svæðið og kostnaði skipt. Vanda þarf val á þessum aðila.
Mesta hættan nú er að einhverjir lukkuriddara komi, sem ætlar einvörðungu að helga sér þetta svæði, en ekki að gera neitt. Honum takist það með einhverjum klækjum.
Það hefði verið miklu skemmtilegra, að sagan um fátæku stúlkuna ( Ísland ) sem giftist ríki prinsinum, og átti með honum börn og buru, ætti hér við, en eins og við vitum gerist sú saga aðeins í ævintýraheimi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Olíu leit og vinnsla er ekki fyrir ríkisfyrirtæki. Noregur getur sett áhættufé enda smíða þeir öll tæki og tól sjálfir. Skip og borturna. Allur peningur sem þeir fjárfesta fer til fólksins aftur.

Við verðum að bjóða þetta út og ef engin vill þetta þá þíðir það að þetta er og verður ekki arðsamt. Menn á Íslandi mega ekki vera svo einfaldir að sjá þetta ekki.

Ég sjálfur vann við olíu vinnslu í mörg ár norður í Alaska og kynntist þeim málum vel en þar var olíu svæðið hólfað niður í rannsóknarsvæði og mönnum boðið að rannsaka í ákveðin tíma. Svo voru þessi hólf sett á uppboð og menn buðu í hólf ef þeim leist á og hófu vinnslu.

Valdimar Samúelsson, 23.9.2011 kl. 13:48

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þetta Valdimar. Þetta sem þú bendir á er það sem menn ætla sér varðandi Drekasvæðið. Í Alaska var væntanlega unnið á landi. Ég var að lýsa áhyggjum mínum vegna kostnaðar við leit á okkar svæði, sem er norðarlega á opnu hafi og djúpu vatni, þó það sé misjafnt hvar það er á svæðinu. Vonandi eru þessar áhyggjur ekki á rökum reistar !

Jón Atli Kristjánsson, 23.9.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég bara vona að þessi ríkisstjórn og næstu fari ekki að spá í svona mál. Jafnvel þótt þetta væri á þurru landi.

Valdimar Samúelsson, 23.9.2011 kl. 22:38

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Líklega öruggara að geyma olíuna, sé hún yfirleitt til staðar, á Drekasvæðinu þar til við höfum náð nægum pólitískum og fjármálalegum þroska til að glata þessum verðmætum út úr höndunum á okkur.... Það kæmi ekki á óvart ef einhverjum dytti í hug að afhenda þetta þeim sem t.d. eiga vannýttan kvóta, eða til að bæta kvótaeigendum upp það sem þeir hafa tapað af kvótanum vegna minnkandi aflaheimilda...

 Eftirfarandi er góð og þörf ábending og víti sem ber að varast:

Mesta hættan nú er að einhver lukkuriddari komi, sem ætlar einvörðungu að helga sér þetta svæði, en ekki að gera neitt. Honum takist það með einhverjum klækjum.....

Það er næstum því hægt að ímynda sér hvaða nöfn væri hægt að tengja við þetta....!

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband