Björgunarsveitirnar - hugvekja -þakklæti.

Björgunarsveitirnar og starf þeirra er eitthvað sem seint verður fullþakkað. Þessi hópur úrvalsfólks, sem mannar þessar sveitir, og fórnar tíma sínum og kröftum í þágu okkar allra, verður seint oflofaður.
„ Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða 18.000 félaga til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring."
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Á afrekskrá þessara samtaka er:
„ Fyrsta björgunarskipið, fyrsta björgunarþyrlan, Tilkynningaskylda íslenskra skipa og Slysavarnaskóli sjómanna eru aðeins örfá þeirra framfaraspora sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa stigið, landsmönnum til heilla."
Þegar maður hugsar til þess að þessar sveitir væru ekki til, má spyrja hvað þá. Upp í hugann koma ýmsar tilkynningar:
  • Leitað að rjúpnaskyttu, sem varð viðskila við félaga sína,
  • Leitað er að erlendum ferðamanni, sem hugðist fara ...
  • Mikið fárviðri gengur nú yfir landið. Björgunarsveitir hafa verið uppteknar við að forða að þök fjúki af húsum, bátar slitni frá bryggju, ...
  • Björgunarsveitarmenn hafa aðstoða lögreglu við löggæslustörf...

Starf björgunarsveitanna er sannarlega margbreytilegt og þakklæti þeirra sem njóta hjálpar sveitanna er auljóst. Það eitt hlýtur að vera gefandi fyrir þá sem vinna þetta sjálfboðaliðastarf.

Það er ástæða til að gleðjast yfir því sem vel er gert og það á sannarlega við um starf björgunarsveitanna. Við, fólkið í landinu, þurfum að standa við bakið á þessu starfi, bæði í anda og fjárhagslega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er svo oft að við fáum mikilvæga þjónustu, án þess að minnast þess hvernig hún er tilkomin. Hér er um að ræða sjálfboðaliðstarf sem er algjörleg einstætt. Við þurfum að virða þetta. Þorf og góð áminning.  

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2011 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband