20.9.2011 | 08:00
Mesta áhætta fyrir fjárfesta á Íslandi - landið í hæsta áhættuflokki.
Tryggingafélagið AON hefur sett Ísland í hæsta áhættuflokk. Rökin eru:
1. Hætta á pólitískum afskiptum,
2. Verkföll og óeirðir,
3. Mögulegt greiðsluþrot ríksins,
4. Gengisflökkt.
Þrátt fyrir að glöggt sé gests augað og við höfum ekki alltaf gætt að okkur er þetta mat AON og áhættuþættir ekki eitthvað nýtt í okkar umræðu.
Almenn má segja að alþjóðlegir fjárfestar eiga ekki sérlega náðuga eða auðvelda daga. Rifjum upp:
- Ástandið á evrusvæðingu er ekki sérstaklega áhugavert,
- Ástandið á dollarasvæðinu er heldur ekki áhugavert. Síðustu tillögur Obama benda til að í USA sé mikill vandi og tiltektar þörf,
- Fyrir vesturlanda fjárfesta er Asía langt í burtu, annað menningarsvæði og framandlegt.
Þegar grannt er skoðað er Ísland því ekki svo slæmur fjáfestingakostur. Margir útlendingar eru líka að skoða hér kosti. Það sem einkennir fjáfesta í dag er vandaðri vinnubrögð og varkárni. Við höfum raunverulega ýmislegt að bjóða þessum aðilum. Fyrst og fremst þurfum við að tala kjark í okkar eigin fjárfesta og nota digra sjóði banka og sjóða til fjáfestinga. Trúum við ekki sjálf á okkar möguleika, munum við aldrei selja þá kosti til annarra. Góð uppskriftin í fjárfestingum er samstarf innlendra og erlendra fjárfesta. Staðarþekking og ný sýn og tækni erlendra aðila og fyrirtækja er góð blanda.
Eins og sést á upptalningunni hér að ofan um áhættuþætti er mest vandi okkar heimatilbúinn - sundurlyndisvofan.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta fyrirtæki AON getur varla talist góður pappír enda er það þversögn að á sama tíma og Newsweek velur ísland besta land í heimi fyrir konur þá skuli Ísland skuli vera versta land í heimi fyrir fjárfesta. Rök AON og Newsweek geta einfaldlega ekki passað saman svo sannfærandi sé.
Eggert Sigurbergsson, 20.9.2011 kl. 09:30
AON er reyndar stórt og öflugt tryggingafélag. Þessar mælingar allar, sem eru svo vinsælar í dag, þarf að taka með ákveðinni varúð. Ef við viljum fá hingað erlenda fjárfesta er mikil samkeppni um þá. Allar upplýsingar þurfa að vera nákvæmar og það þarf að svara misvísandi og röngum upplýsingum.
Jón Atli Kristjánsson, 20.9.2011 kl. 13:18
Þessi greining er mjög glögg. Það eru fáir sem ég þekki til sem hafa jafn skýra sýn á viðskiptaumhverfi okkar og Jón Atli. Hann lyftir sér upp fyrir áherslur stjórnmálamanna hvar sem þeir eru nú í flokki og kemur með beittar athugasemdir, og það skiptir hann engu máli hvort ráðamenn þóknast þær eða ekki.
Sigurður Þorsteinsson, 20.9.2011 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.