15.9.2011 | 07:52
Eftirlitsskylda fjölmiðla - fjórða valdið.
Það er til siðs að deila á fjölmiðla fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni. Fjölmiðlar eiga að halda úti rannsóknarblaðamennsku, veita aðhald, viðhafa málefnalega ganrýni, ef ekki er þeim legið á hálsi fyrir að standa sig ekki.
Ég velti fyrir mér í þessum pistli hvort þetta er réttmætt og ef þjóðfélagið gerir þessar kröfur, hvort þessir miðlar geti staðið undir þessu.
Við eigum einn opinberan fjölmiðil RUV, þar sem mögulega má gera slíkar kröfur, enn annars starfa á þessum markaði, fyrirtæki, sem verða að lúta lögmálum fyrirtækjamarkaðarins, þau verða að vera rekstrarhæf, sýna hagnað og helst að greiða eigendum sínum arð.
Hvar stendur það skrifað að við borgararnir getur gert einhverjar kröfur á þessi fyrirtæki um að vera augu okkar og eyru og að vera fjórða valdið. Treysti einhver á þetta er sá hinn sami að fá falskt öryggi. Tökum dæmi. Heldur einhver að fjölmiðlakóngur heimsins Rubert Murdoch, sé eitthvað annað enn gróðapúngur, sem sækist eftir áhrifum. Heldur einhver að hann sofi ekki yfir ranglæti heimsins og beiti áhrifum sínum til að koma upp um svik og pretti, borgurum heimsins til góðs. Ég held varla.
Allir fjölmiðlar verða að feta vandrataða slóð, skemmtanagildis að birta eitthvað krassandi, halda vinsældum. Ef ekki, lifir sá fjölmiðill ekki lengi. Of mikil gangríni og nöldur er leiðinlegt til lengdar, selur tæplega í flóru dagsins í dag.
Það hlítur því að vera öllu hugsandi fólki áhyggjuefni, að hinir einkareknu fjölmiðar geta ekki lifað, nema góðir menn sprauti í þá peningum með reglulegum hætti. Þetta fé er ekki sett í fjölmiðlarekstur á Íslandi til að græða á því. Það er ekki greitt til að vera fjórða valdið, það er greitt til að öðlast völd og áhrif .
Þeir sem kaupa sér þetta vald eru jafnframt samtaka í því að fela þetta vald. Enginn kannast við að hafa þetta vald, þess er valdlega gætt að engin lög um fjölmiðla séu brotin. Stundum skýtur þetta vald hinsvegar upp kollinum, enn hverfur jafnharðan.
Mögulega eigum við að gleðjast yfir því að haf þó þá fjölmiðla sem við höfum og góðu mennina okkar. Sú hugsun að hafa aðeins RUV, þó gott sé, er ekki spennandi. Ef við ætlum þessum miðlum hinsvegar eitthvað sérstakt hlutverk í almannaþáu, er ástæða til að vera stöðugt á vaktinni.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Jón Atli. Fínn pistill og orð í tíma töluð.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.9.2011 kl. 08:02
Takk fyrir þetta Silla og bestu kveðjur í Heiðabæ. Það er alltaf uppörvandi að heyra frá þér.
Jón Atli Kristjánsson, 15.9.2011 kl. 20:39
Jón Atli, þetta kallar fram á spurninguna af hverju Jón Ásgeir ákveður að eiga meirihluta fjölmiða á Íslandi. Höfum í huga að forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin á sínum tíma. Ekki lög sem Davíd Oddson ,,hinn vondi" hafði knúðið fram, heldur lög sem sátt hafði náðst um á þinginu.
Þetta kallar líka á spurningar, af hverju RÚV tekst svo ílla að viðhalda hlutleysi innan stofnunarinnar. Af hverju t.d. Egill Helgason kemst upp með grófan áróður í sínum þætti. Mér skilst lýðræðisást hans fari mjög dvínadi.
Valdið er til staðar, þó æ fleiri geri sér grein fyrir skekkjuna. Annars, vel á minnst Jón Atli þrælgott innlegg :)
Sigurður Þorsteinsson, 15.9.2011 kl. 21:40
Sæll Sigurður. Takk fyrir þetta. Mögulega hafa aðrir miðlar eins og blogg tekið við hluta af aðhaldinu. Þar átt þú sjálfur góðan hlut að máli, ert oft gagnrínin í þinum skrifum og veitir aðhald. Margir í bloggheimum eru að gera það sama. Gagnríni er hinsvegar vandmeðfarin og ég dáist einlæglega að þeim sem kunna með hana að fara. Góðar skopmyndir geta t.d. verið tær snilld.
Jón Atli Kristjánsson, 16.9.2011 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.