Íslensk fjárfesting í stað erlendrar.


Mikill sparnaður er í bönkunum og gjaldeyrishöft þýða að t.d. lífeyrissjóðir geta ekki fjárfest erlendis.  Aflandskrónur eru lokaðar úti og ekki er hægt að nýta þær í almennar fjárfestingar, nema þá með miklum takmörkunum.
Við sjálf ráðum því yfir miklu af fjármagni, sem í stöðunnni í dag, er ekki að fá neina ávöxtun.  Á sama tíma er kallað á meiri erlendar fjárfestingar.  Spyrjum okkur nokkurra spurninga:

  • Hvaða tækifæri sjá útlendingar hér sem við sjáum ekki,
  • Ef hér eru fjárfestingatækifæri og hér er fjármagn, hvers vegna er það ekki nýtt,
  • Væri það ekki markmið í sjálfu sér að við nýttum okkar tækifæri á forsendum Íslendinga og þá mögulega í samvinnu við útlendinga,
  • Þær fjárfestingar útlendinga sem nefndar hafa verið byggja á þekktri tækni, sem hægt er að kaupa.
  • Snúist fjárfestingar hér um nýtingu á einhverri þeirri tækni eða mörkuðum, sem Íslendingar, þekkja ekki eða hafa ekki aðgang að er það annað mál. Í þeim tilfellum ættum við að fá að vera með.

Ef málið er að áhætta  og bakslag eftir áföll fyrri ára, þá er vandinn sá að íslenskir athafnamenn þurfa áfallahjálp og eða sálfræðiþjónustu.

Ég vil einnig kenna íslenska fjármálamarkaðnum um ástandið. Ég tel að það sterkasta, fyrir traust og tiltrú þeirra stofnana sem þar vinna,  væru frjóar tillögur um það hvernig sparnaðurinn gæti nýst til atvinnusköpunar.  Það er blátt áfram hlutverk þessa kerfis að leiða slíka umræðu og úrræði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband