12.9.2011 | 07:32
Leitin að frelsara Sjálfstæðisflokksins.
Við nokkrir félagar í Sjálfstæðsiflokknum í Kópavogi höfum haldið því fram að okkar flokkur hafi annað og meira að gera enn formannsslag.
Hanna Birna Kristjansdóttir er hin frambærilegasta kona. Hún hefur starfað í borgjastjórn Reykjavíkur og hefur mikla félagslega reynslu. Hún hefur hinsvegar ekki setið á Alþingi og hún hefur ekki verið í innsta hring flokksins. Þeir sem vildu hana sem formann eru því að tefla fram hæfri enn óreyndri manneskju í æðsta embætti Sjálfstæðisflokksins.
Formennska í Sjálfstæðisflokknum er ekki auðvelt starf. Það verður sannarlega ekki auðveldara þar sem tveir f.v. formenn eru enn á vettvangi stjórnmálanna. Sú staðreynd að báðir þessir menn stýra beittum pennum, eru á öndverðum meiði um stórmál, skapar eitt og sér erfiða stóð fyrir formann flokksins. Hann hefur tvo back seat drivers
Það er heldur ekkert leyndarmál að allstór hópur sjálfstæðismanna vill fá Davíð Oddsson aftur á formannsstólinn. Ég vona sannarlega að Davíð sá öflugi maður láti ekki þennan fagurgala trufla sig, sé minnugur þess að ekki er farsælt að snúa klukkunni afturábak.
Bjarni Benediktsson tekur við Sjálfstæðisflokknum á niðurlægingartíma flokksins. Slæm útkoma úr kosningum, skófar hrunsins á flokknum, umræða um skipbrot hugmyndafræði flokksins, og f.v. formaður hans á sakamannabekk. Til að bæta gráu ofaná svart stóðu margir forystumenn flokksins illa sakaðir um spillingu og brenglað siðferði. Þetta var það bú sem þessi ungi maður tók við. Hann sjálfur lenti svo í hakkamaskínu neikvæðni og haturs. Sök hans var að hann tók þátt í atvinnulífi þessa umdeilda tímabils.
Bjarni Benediktsson hefur upplýst um aðild sína að umdeildum málum. Ekkert af því sem hann hefur sagt, er ósatt. Það hentar hinsvegar ekki þeim sem hafa spurt hann að sætta sig við hans svör. Að það sé lagt honum út til last, að hann hefur starfað í atvinnulífinu, er öfugmæli, sú reynsla hlýtur að vera honum til tekna. Hann hefur þá mígið í saltan sjó eins og sagt er á sjómannamáli.
Í lífi stjórnmálamanns nútímas er allt grafið upp, líka það sem hann gerði í sandkassanum í leikskólanum. Þessi heimur virðist miskunnarlaus og reyndar spurning dagsins, hvers vegna menn vilja vinna þetta starf. Þar sem flest okkar eru ekki heilagt fólk, á stjórnmálamaðurinn aðeins það eina val, að hann upplýsir heiðarlega um sín mál og dregur ekkert undan - hann segir okkur satt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnilegan og góðan formann. Hann er ekki heilagur maður, og ég veit ekki hvort margir slíkir eru til, eða að það sé góð forskrift fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Látum málefnin hafa forgang umfram leðjuslag persónulegra deilna.
Hanna Birna Kristjansdóttir er hin frambærilegasta kona. Hún hefur starfað í borgjastjórn Reykjavíkur og hefur mikla félagslega reynslu. Hún hefur hinsvegar ekki setið á Alþingi og hún hefur ekki verið í innsta hring flokksins. Þeir sem vildu hana sem formann eru því að tefla fram hæfri enn óreyndri manneskju í æðsta embætti Sjálfstæðisflokksins.
Formennska í Sjálfstæðisflokknum er ekki auðvelt starf. Það verður sannarlega ekki auðveldara þar sem tveir f.v. formenn eru enn á vettvangi stjórnmálanna. Sú staðreynd að báðir þessir menn stýra beittum pennum, eru á öndverðum meiði um stórmál, skapar eitt og sér erfiða stóð fyrir formann flokksins. Hann hefur tvo back seat drivers
Það er heldur ekkert leyndarmál að allstór hópur sjálfstæðismanna vill fá Davíð Oddsson aftur á formannsstólinn. Ég vona sannarlega að Davíð sá öflugi maður láti ekki þennan fagurgala trufla sig, sé minnugur þess að ekki er farsælt að snúa klukkunni afturábak.
Bjarni Benediktsson tekur við Sjálfstæðisflokknum á niðurlægingartíma flokksins. Slæm útkoma úr kosningum, skófar hrunsins á flokknum, umræða um skipbrot hugmyndafræði flokksins, og f.v. formaður hans á sakamannabekk. Til að bæta gráu ofaná svart stóðu margir forystumenn flokksins illa sakaðir um spillingu og brenglað siðferði. Þetta var það bú sem þessi ungi maður tók við. Hann sjálfur lenti svo í hakkamaskínu neikvæðni og haturs. Sök hans var að hann tók þátt í atvinnulífi þessa umdeilda tímabils.
Bjarni Benediktsson hefur upplýst um aðild sína að umdeildum málum. Ekkert af því sem hann hefur sagt, er ósatt. Það hentar hinsvegar ekki þeim sem hafa spurt hann að sætta sig við hans svör. Að það sé lagt honum út til last, að hann hefur starfað í atvinnulífinu, er öfugmæli, sú reynsla hlýtur að vera honum til tekna. Hann hefur þá mígið í saltan sjó eins og sagt er á sjómannamáli.
Í lífi stjórnmálamanns nútímas er allt grafið upp, líka það sem hann gerði í sandkassanum í leikskólanum. Þessi heimur virðist miskunnarlaus og reyndar spurning dagsins, hvers vegna menn vilja vinna þetta starf. Þar sem flest okkar eru ekki heilagt fólk, á stjórnmálamaðurinn aðeins það eina val, að hann upplýsir heiðarlega um sín mál og dregur ekkert undan - hann segir okkur satt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnilegan og góðan formann. Hann er ekki heilagur maður, og ég veit ekki hvort margir slíkir eru til, eða að það sé góð forskrift fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Látum málefnin hafa forgang umfram leðjuslag persónulegra deilna.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.