Lífskjör okkar ráðast af umheiminum.


Allt þetta tal um nýja kreppu leiðir hugann að því hvernig við Íslendingar færum út úr slíku ástandi.  Allar vangaveltur um að við séum eða verðum stikkfrí eru alveg óraunhæfar. Til þess eru hagkerfi heimsins of samofin.
Ísland er mjög opið hagkerfi í þeim skilningi, að innflutningur útflutningur er hátt hlutfall af þjóðarframleiðslu. Þannig eru erlend viðskipti um 70% af VLF.  Til samanburðar er þessi tala 8% í USA.  Við erum því mjög næm fyrir öllum breytingum í okkar viðskiptalöndum. Ástæða er til að minna á að langtíma hækkun olíuverðs hefur mikil áhrif á okkur og fjölmörg önnur lönd. Forgangsmál næstu ára er að minnka notkun okkar á olíu.
Spurningin um efnahagslegt öryggi okkar, eins og t.d. birgðir í landinu af olíu, er nátengd öðru öryggi okkar. Utanríkisstefnu okkar og spurningu dagsins, er okkur nauðsyn eða betur borgið í ríkjabandalagi, eða nánu sambandi við önnur ríki.
Okkar vandi í „ kreppu „  er þó væntanlega minni enn margra annarra. Sé litið til ýmissa grunnþarfa,  höfum við góðan húsakost og hitagjafa, við höfum rafmagn, nægt vatn og fiskinn í sjónum. Ef við lokuðumst af myndum við fljótt sakna ýmislegs sem við erum vön.
Það góða við„ kreppur „  er  að þær taka okkur niður á jörðina. Við erum neydd til endurskoða og endurhugsa ýmislegt. Það er skelfilegt misrétti í heiminum. Við göngum nærri náttúrinni og auðlindum. Við erum reglulega minnt á hvað heimurinn er lítill, eldgos á Íslandi, setur flugumferð í okkar heimshluta alla úr skorðum. Í vanda koma líka fram okkar bestu hliðar. Mótlætið þjappar okkur saman, við sjáum þá best hvað efnisleg gæði eru vallvölt, og það sem skiptir máli eru samskipti okkar við annað fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög áhugaverð hugleiðing. Þrátt fyrir að efnahagsástandið í umhverfinu skipti okkur mjög miklu, skiptir frumkvæði okkar og eljusemi einnig afar miklu.

Sigurður Þorsteinsson, 11.9.2011 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband