Nýlenduvæðing nútímans.

Vegna máls sem hefur verið í umræðunni vil ég segja ykkur litla sögu.

Það er kóngur í ríkis sínu. Hann er vel menntaður og hefur lesið mannkynsöguna spjaldanna á milli.  Þjóð hans  þekkir fátækt og hörmunar, en í dag er hún ein af ríkustu þjóðum verlandar.
Kóngurinn veit að peningar eru bara pappír, raunveruleg verðmæti eru land og náttúruauðlindir.  Fólksfjölgun í landi hans er honum áhyggjuefni. Hans fólk veit um velferðina út í heimi og hann finnur hvernig kröfurnar aukast. Hann veit að sé þeim kröfum ekki mætt, er veldi hans í hættu.
Í dag tekur þú ekki land og náttúruverðmæti af öðrum. Tími nýlenduherranna er liðin.  Í dag veðrur þú að kaupa hlutina og þegar grannt er skoðað eru heilu löndin til sölu. Spilltir stjórnmálamenn eru tilbúnir að selja þér hvað sem er.  Þú kaupir þér einfaldlega nýlendu !!  Ekkert stórt til að byrja með, það má ekki rugga bátnum, tíminn vinnur með þér.
Kóngurinn okkar gerði því samninga við annan kóng í Afríkur. Hann sagði ég skal byggja upp hjá þér, vegi, járnbrautir, hafnir, námur, skóla.  Ég lána þér peningana, en þetta verður að gerast að stórum hluta með mínu fólki og ég verð að fá leyfi til að nýta námurnar ykkar. Ég segi við þig vin minn þú þarft ekki að borga til baka lánið þegar það fellur.
Afríkukóngurinn var mjög sáttur við sitt. Hann fékk smávegis peninga sjálfur, enn uppbyggingin setti allt á fulla ferð í landi hans. Hvað munaði svo sem um þessa verkamenn, þeir færu heim að lokum.
Nú liðu nokkur ár í sögunni. Verkamönnunum í sögunni okkar leið vel í Afríku þar var miklu betra að vera enn heima.  Þeir eignuðust börn og buru og fóru út í viðskipti í nýja heimalandinu.  Fluttu inn vörur og góss frá  gamla landinu.
Enn nú voru ekki allir ánægðir, heimamönnum í Afríkur var brugðið, nýir herra höfðu orðið til, þeirra kostur var að far í vinnu hjá þeim. Getum við ekki rekið þá heim?  Heim hvert, þeir eiga í dag heima hér eins og við. Svo eru þetta milljón manns.  Unga fólkið sagði, getum við þá ekki drepið þá. 
Gamla landið þeirra er nú mesta hernaðarveldi heims. Þeir hafa gamla heiminn í vasanum, hann skuldar þeim formúgur og það eina sem hægt er að borga með eru hráefni.
Nú víkur sögunni til lítillar eyjar í norðurhöfum. Þangað kemur fallegur ungur maður sem hefur efnast á viðskiptum.  Öllum að óvörum vill hann kaupa heiðarlönd, „ in the middle of nowhere „ þar sem til þessa hafa gengið kindarskjátur. Þetta er dálítið stórt land, enn hvers vegna ekki.  Maðurinn ætlar líka að byggja þarna upp ferðamannaaðstöðu. Það skaðar ekki málið að maðurinn er náfrændi kóngsins, svo þetta brölt allt er með milli blessun hans. Ekki ónýtt að eiga vini á réttum stöðum.
Fugl á kvisti sagði reyndar að til að byggja upp á landinu, ætlaði athafnamaðurinn ungi að fá nokkra vini sína til að hjálpa sér.  Að sjálfsögðu fallega gert af vinum hans.
Detti einhverjum í hug að uppbyggingin á þessari eyju, þar sem búa um 300 þúsund manns, hafi eitthvað að gera með þetta dæmi í Afríku, þá er hinn sami illa innrættur og kynþáttahatari. !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég elska þessa sögu, óborganleg!

Sigurður Þorsteinsson, 9.9.2011 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband